Erlent

Skaut pabba sinn fyrir að gera farsímann upptækan

Fimmtán ára gömul stúlka í Washington í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir að skjóta föður sinn með veiðiboga. Ástæðan fyrir athæfi stúlkunnar ku vera sú að hann gerði farsíma stúlkunnar upptækan.

Á miðvikudaginn fékk 911 símtal frá föðurnum þar sem hann sagðist hafa verið skotinn með ör í búkinn. Hann var þá búinn að keyra hálfan kílómeter í bíl sínum því dóttir hans leyfði honum ekki að hringja í sjúkrabíl úr heimilissímanum.

Faðirinn undirgekkst stóra aðgerð þar sem örin var fjarlægð úr líkama hans og er ástand hans nú stöðugt, að sögn lækna.

Stúlkan var handtekin á fimmtudagsmorgun og er nú vistuð á barnageðdeild þar til mál hennar fer fyrir dómstóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×