Erlent

Ólögmæt uppsögn út af Baby P-málinu

Baby P lést árið 2007.
Baby P lést árið 2007.
Fyrrverandi forstjóri barnaverndar í London gæti fengið 75 milljónir króna í skaðabætur eftir að dómstóll í Englandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að uppsögn hennar hefði verið ólögmæt. Konan, sem heitir Sharon Shoesmith, var sagt upp störfum eftir að Baby P málið komst í hámæli í Bretlandi árið 2008.

Þá lést drengur eftir að hafa sætt hryllilegum misþyrmingum þá sautján mánuði sem hann lifði. Í ljós kom að eftirlit barnaverndar hefði verið ábótavant og var Shoesmith rekin í kjölfarið.

Dómstóll komst síðar að þeirri niðurstöðu að uppsögn hennar hefði ekki staðist lög. Sjálf sagðist hún fórnarlamb nornaveiða en mikil reiði blossaði upp í samfélaginu gagnvart barnaverndaryfirvöldum sem hafði margsinnis haft afskipti af móður og fósturföður drengsins, áður en drengurinn lést af áverkum sínum, sem fósturfaðirinn veitti honum árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×