Össur baðst afsökunar 27. maí 2011 19:30 Utanríkisráðherra baðst í dag afsökunar í ræðustól Alþingis á framgöngu íslenskra stjórnvalda gagnvart Falun Gong liðum sem ætluðu að koma hingað til lands árið 2002 í tengslum við heimsókn þáverandi Kínaforseta. Það var þingmaðurinn Margrét Tryggvadóttir sem hóf umræðuna í óundbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Sagði hún að skömmu eftir komu þáverandi kínaforseta til landsins í júní 2002 hafi ríkisstjórn íslands bannað öllum Falun Gong liðum að koma til landsins. Sendiráðum víða um heim hafi verið skylt að framfylgja banninu og Icelandair hafi fengið lista yfir hugsanlega meðlimi samtakanna. Ljóst sé að brotið hafi verið á mannréttindum og tjáningarfrelsi því ákvað hún að spyrja utanríkisráðherra hvort ekki væri tímabært að íslensk stjórnvöld bæðust afsökunar á framferði sínu gegn þessu fólki árið 2002. Össur brást vel við þessari áskorun og sagði allavega ljóst að þetta myndi ekki endurtaka sig á meðan núverandi ríkisstjórn væri við völd. Þarna hefðu menn augljóslega farið út fyrir valdsvið sitt. „Ég get bara sagt það til að ljúka því í eitt skipti fyrir öll að ég er reiðbúinn fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinnar að biðja þá afsökunar sem fyrir urðu á sínum tíma," sagði Össur. Margrét hvatti þá ríkisstjórnin í heild sinni til þess að biðjast afsökunar með formlegum hætti. „Ég tel að það sé ekki til einlægri eða formlegri háttur að biðja einhvern sem brotið hefur verið á afsökunar af ríkisstjórn nema úr ræðustóli þess þings sem ríkisstjórnin þarf að svara til," sagði Össur. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Utanríkisráðherra baðst í dag afsökunar í ræðustól Alþingis á framgöngu íslenskra stjórnvalda gagnvart Falun Gong liðum sem ætluðu að koma hingað til lands árið 2002 í tengslum við heimsókn þáverandi Kínaforseta. Það var þingmaðurinn Margrét Tryggvadóttir sem hóf umræðuna í óundbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Sagði hún að skömmu eftir komu þáverandi kínaforseta til landsins í júní 2002 hafi ríkisstjórn íslands bannað öllum Falun Gong liðum að koma til landsins. Sendiráðum víða um heim hafi verið skylt að framfylgja banninu og Icelandair hafi fengið lista yfir hugsanlega meðlimi samtakanna. Ljóst sé að brotið hafi verið á mannréttindum og tjáningarfrelsi því ákvað hún að spyrja utanríkisráðherra hvort ekki væri tímabært að íslensk stjórnvöld bæðust afsökunar á framferði sínu gegn þessu fólki árið 2002. Össur brást vel við þessari áskorun og sagði allavega ljóst að þetta myndi ekki endurtaka sig á meðan núverandi ríkisstjórn væri við völd. Þarna hefðu menn augljóslega farið út fyrir valdsvið sitt. „Ég get bara sagt það til að ljúka því í eitt skipti fyrir öll að ég er reiðbúinn fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinnar að biðja þá afsökunar sem fyrir urðu á sínum tíma," sagði Össur. Margrét hvatti þá ríkisstjórnin í heild sinni til þess að biðjast afsökunar með formlegum hætti. „Ég tel að það sé ekki til einlægri eða formlegri háttur að biðja einhvern sem brotið hefur verið á afsökunar af ríkisstjórn nema úr ræðustóli þess þings sem ríkisstjórnin þarf að svara til," sagði Össur.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira