Erlent

Konur laðast ekki að brosmildum karlmönnum

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar í Kanada laðast konur ekki að brosmildum karlmönnum.

Það var Háskólinn British Columbia sem framkvæmdi könnunina og segja niðurstöður að konur laðist frekar að karlmönnum sem varla brosa en að brosmildum karlmönnum.

Prófessor við skólann segir að rannsóknin sýni að konur og karlar bregðast mismunandi við tilfinningum hvors annars, þar á meðal brosi, en konur líti ekki á bros hjá karlmönnum kynferðislegum augum. Hann bendir á lengi hafi verið skoðað hvort að bros sé í raun og veru aðlaðandi í samskiptum kynjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×