Erlent

Strætisvagni ekið inn í mannfjöldann

Frá vettvangi
Frá vettvangi Mynd/AFP
Strætisvagni var ekið inn á Södermalm-torg í miðborg Stokkhólms í dag. Að minnsta kosti sex slösuðust þar af einn alvarlega, samkvæmt sænskum fjölmiðlum. Samkvæmt vitnum er eitt barn á meðal þeirra slösuðu en barnavagninn sem barnið var í lenti undir strætisvagninum.

Ekki er vitað hvað olli því að strætisvagninn keyrði inn á torgið en talið er að bilun hafi orðið í vél vagnsins sem olli því að bílstjórinn missti stjórn á honum. Mikill fjöldi var saman kominn á torginu þegar slysið átti sér stað en í dag fer fram Stokkhólmsmaraþonið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×