Erlent

Handtekin í Moskvu

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Um tuttugu konur og karlar voru handtekin í Moskvu í dag fyrir tilraun til að fara í göngu fyrir mannréttindum samkynhneigðra. Nokkrir tugir þjóðernissinna gerðu aðsúg að göngufólki og handtók lögregla svipaðan fjölda þeirra. Borgarstjórinn í Moskvu hefur ekki viljað heimila göngu samkynhneigðra í borginni en undanfarin fimm ár hafa verið gerðar tilraunir til að halda slíkar göngur án leyfis yfirvalda. Þær hafa alltaf leitt til handtöku og jafnvel blóðugra átaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×