Fótbolti

Keisarinn: Blatter stendur sig vel

Franz Beckenbauer / Mynd. Getty Images
Franz Beckenbauer / Mynd. Getty Images
Franz Beckenbauer eða keisarinn, fyrrum knattspyrnuhetja í Þýskalandi, sagði við þýska fjölmiðla að Sepp Blatter, forseti FIFA, stæði sig virkilega vel í starfi.

Blatter hefur verið gagnrýndur gríðarlega mikið að undanförnu og sakaður um spillingu. Blatter er eini frambjóðandinn í kosningunum til forseta FIFA sem fara fram í næstu viku og heldur því örugglega áfram í starfi, en Mohamed bin Hammam dróg framboð sitt til baka.

„Blatter hefur staðið sig virkilega vel í starfi, það er ekki auðvelt að vera forseti FIFA“.

„Það verður aftur á móti að stöðva alla spillingu í leiknum en hún gæti drepið knattspyrnuna. Eftir kosningarnar í næstu viku þá verður FIFA að hreinsa sig af öllum meintum spillingarmálum og halda síðan áfram öflugu starfi,“ sagði Beckenbauer.

Bin Hammam, Blatter og Jack Warner, varaforseti FIFA, koma fyrir siðferðisnefn FIFA í dag þar sem meint spilling þeirra verður til umfjöllunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×