Innlent

Reiðhjólalöggur tóku Vespu-mann úr umferð

Tveir lögreglumenn á reiðhjólum tóku ökumann vespu-bifhjóls úr umferð á Akureyri í nótt þar sem hann reyndist undir áhrifum áfengis. Þetta gerðist á Mýrarvegi við Kaupvang og var Vespumaðurinn sviftur ökuréttindum til bráðabirgða.

Lögreglumenn á Akureyri eru farnir að nota reiðhjól til eftirlits að næturlagi, enda heyra lögreglumenn þá betur til innbrotsþjófa, og þjófarnir heyra ekki lögregluna nálgast.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.