Innlent

Vill að Össur kanni hvort NATO hafi hunsað flóttamen

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona Samfylkingarinnar hvetur Össur Skarphéðinsson til þess að nýta sér stöðu sína og kanna hvað hæft sé í þeim fréttum að 61 flóttamaður á leið frá Líbíu til Ítalíu hafi látið lífið um borð. Málið hefur vakið mikla athygli en það var breska blaðið The Guardian sem fyrst sagði frá því. Blaðið hefur eftir fólki sem komst af að yfirvöld á svæðinu, þar á meðal NATO, hafi vitað af neyðinni án þess að brugðist hafi verið við.

Össur ítrekaði að enn ætti eftir að sannreyna fregnirnar, en ef satt reyndist væri slík framkoma bæði ósiðleg og óverjandi. Þetta væri enda gjörsamlega gegn þeim anda sem NATO ætti að vinna eftir. Össur sagðist hinsvegar vilja „leggja höndina í sárið eins og Tómas forðum, áður en ég trúi."

Þórunn hvatti hann þá til að nýta stöðu sína og grennslast fyrir um málið. Frumskylda sjófarenda að koma fólki til bjargar, það þekki Íslendingar betur en aðrir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×