Erlent

Væntanleg máltíð varaði við mannætu frá Slóvakíu

Mannát. Já, myndin er úr safni og er að auki sviðsett.
Mannát. Já, myndin er úr safni og er að auki sviðsett.
Hugsanleg máltíð slóvakískrar mannætu, hringdi og gerði lögreglu viðvart um að maðurinn væri raunverlega að leita sér að manneskju til þess að myrða, búta niður og éta.

Mannætan, sem er 43 ára gamall karlmaður frá bænum Kysak í Slóvakíu, birti auglýsingu á netinu þar sem hann óskaði eftir mat. Það er að segja manni sem gæti sætt sig við það að vera drepinn, bútaður niður, eldaður og að lokum étinn.

Svissneskur karlmaður svaraði auglýsingunni. Samkvæmt vefmiðlinum The Sun, þá hélt hann að um hlutverkaleik í kynlífi væri að ræða. Hann hringdi því næst í mannætuna og varð snemma ljóst í samtalinu að maðurinn vildi ekki leika neinn leik, hann vildi éta mann.

Lögreglan í Slóvakíu sendi því næst lögreglumann í dulargervi á fund mannætunnar með það að markmiði að góma hann glóðvolgan. Það tókst þó ekki betur til en að mannætan skaut lögreglumanninn sem tókst að svara fyrir sig með sama hætti.

Báðir lifðu þeir af og eru á spítala. Hvorugur er í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×