Segir forseta ekki hafa neitt val - verður að afhenda bréfin Helga Arnardóttir skrifar 13. maí 2011 18:45 Forsætisráðherra segir forseta Íslands ekki hafa neitt val þegar komi að því að afhenda fjölmiðlum afrit af bréfum hans til forsætisráðherra vegna setningar siðareglna fyrir forsetaembættið. Forsetinn hefur neitað að afhenda bréfin. Fréttastofa hefur áður fjallað um bréfasamskipti forsætisráðuneytisins og forsetaembættisins um setningu siðareglna fyrir forseta Íslands. Í bréfum til forsetans hefur forsætisráðherra ítrekað mikilvægi þess að hann setji embættinu siðareglur líkt og lagt er til í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þær reglur hafa ekki verið settar. Fréttastofa hefur greint frá inntaki allra bréfa forsætisráðuneytisins sem hún fékk afhent í krafti upplýsingalaga. Forsetaembættið hefur hins vegar synjað fréttastofu um afhendingu bréfs sem forsetinn ritar forsætisráðherra og hefur sú ákvörðun verið kærð til Úrskurðarnefndar upplýsingamála. Forsætisráðuneytið afhenti fréttastofu í gær fjórða bréfið sem Jóhanna Sigurðardóttir sendi forseta Íslands í lok mars. Þar kemur fram að starfsmenn beggja embætta hafi fundað um málið eftir að beiðni Stöðvar 2 um afhendingu bréfanna barst ráðuneytinu fyrir um tveimur mánuðum. Í þessu nýjasta bréfi er einnig greint frá því að ráðuneytið hyggist afhenda öll bréf sem það sendi til forsetans. Svarbréf forsetaembættisins verði hins vegar ekki birt að svö stöddu í ljósi andstöðu embættisins við það. Í bréfinu segir forsætisráðherra orðrétt: „Forsætisráðuneytið telur eftir sem áður að afhenda beri öll framangreind bréfskipti á grundvelli ákvæða núgildandi upplýsingalaga. Undirrituð telur því að embættin hafi ekkert val í þessu efni þar sem enga undanþáguheimild sé að finna í upplýsingalögum um skrifleg samskipti forseta og ráðherra hér á landi." Í lok bréfsins leggur Jóhanna mikla áherslu á að öll samskipti milli þeirra séu skrifleg og með formlegum hætti og segir: „Rétt er að benda á að forseti Ísland hefur sjálfur kosið að eiga skrifleg samskipti við forsætisráðherra og fjármálaráðherra þegar hann hefur upplýst um ákvörðun sína í þeim tveimur tilvikum sem hann hefur synjað lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave samninga staðfestingar." Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Forsætisráðherra segir forseta Íslands ekki hafa neitt val þegar komi að því að afhenda fjölmiðlum afrit af bréfum hans til forsætisráðherra vegna setningar siðareglna fyrir forsetaembættið. Forsetinn hefur neitað að afhenda bréfin. Fréttastofa hefur áður fjallað um bréfasamskipti forsætisráðuneytisins og forsetaembættisins um setningu siðareglna fyrir forseta Íslands. Í bréfum til forsetans hefur forsætisráðherra ítrekað mikilvægi þess að hann setji embættinu siðareglur líkt og lagt er til í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þær reglur hafa ekki verið settar. Fréttastofa hefur greint frá inntaki allra bréfa forsætisráðuneytisins sem hún fékk afhent í krafti upplýsingalaga. Forsetaembættið hefur hins vegar synjað fréttastofu um afhendingu bréfs sem forsetinn ritar forsætisráðherra og hefur sú ákvörðun verið kærð til Úrskurðarnefndar upplýsingamála. Forsætisráðuneytið afhenti fréttastofu í gær fjórða bréfið sem Jóhanna Sigurðardóttir sendi forseta Íslands í lok mars. Þar kemur fram að starfsmenn beggja embætta hafi fundað um málið eftir að beiðni Stöðvar 2 um afhendingu bréfanna barst ráðuneytinu fyrir um tveimur mánuðum. Í þessu nýjasta bréfi er einnig greint frá því að ráðuneytið hyggist afhenda öll bréf sem það sendi til forsetans. Svarbréf forsetaembættisins verði hins vegar ekki birt að svö stöddu í ljósi andstöðu embættisins við það. Í bréfinu segir forsætisráðherra orðrétt: „Forsætisráðuneytið telur eftir sem áður að afhenda beri öll framangreind bréfskipti á grundvelli ákvæða núgildandi upplýsingalaga. Undirrituð telur því að embættin hafi ekkert val í þessu efni þar sem enga undanþáguheimild sé að finna í upplýsingalögum um skrifleg samskipti forseta og ráðherra hér á landi." Í lok bréfsins leggur Jóhanna mikla áherslu á að öll samskipti milli þeirra séu skrifleg og með formlegum hætti og segir: „Rétt er að benda á að forseti Ísland hefur sjálfur kosið að eiga skrifleg samskipti við forsætisráðherra og fjármálaráðherra þegar hann hefur upplýst um ákvörðun sína í þeim tveimur tilvikum sem hann hefur synjað lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave samninga staðfestingar."
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira