Erlent

Níu ára tekinn fyrir ölvunarakstur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Drengurinn var tekinn fyrir ölvunarakstur.
Drengurinn var tekinn fyrir ölvunarakstur.
Níu ára gamall drengur í Cumbria á Englandi hefur verið handtekinn fyrir ölvunarakstur, samkvæmt lögregluskýrslum sem breska blaðið Sunday Telegraph vísar til. Blaðið segir að drengurinn hafi ekki verið nafngreindur vegna barnaverndalaga. Öndunarsýni hafi verið tekin af honum og honum hafi verið haldið um stund í gæslu lögreglunnar.

Þegar lögreglumenn komust að því hve ungur drengurinn var þá slepptu þeir honum úr haldi án ákæru. Sunday Telegraph segir ekkert um hvenær drengurinn var tekinn. hins vegar segir blaðið að hann sé einn þúsunda ungmenna, undir átján ára aldri, sem hafi verið handtekinn í Bretlandi á síðustu tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×