Erlent

Dóttirin fékk nafnið Like

Nýbökuðu ísraelsku foreldrarnir fóru heldur óhefðbundnar leiðir þegar þau létu skíra dóttur sína á dögunum. Þau þurftu ekki að leita langt, í raun fóru þau bara í heimilistölvuna og skráðu sig inn á samskiptasíðuna Facebook. Þar fundu þau nafnið á litlu stúlkuna; Like.

Þeir sem hafa farið inn á samskiptasíðuna vita að hægt er að „líka við" eða setja „Like" við athugasemdir, myndir eða heimasíður sem vinir setja inn. Og pabbinn er ánægður með nafnið. „Við skírðum hana Like einfaldlega vegna þess að það er nútímalegt og frumlegt. Ég athugaði hvort að einhver annar hefði skírt dóttur sína sama nafni í landinu, en svo reyndist ekki vera, það var skilyrði sem ég setti, svo ég er rosalega ánægður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×