Niðurstaðan mikilvægur varnarsigur Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 17. maí 2011 18:45 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra Matsfyrirtækið Standard & Poor´s staðfesti í dag óbreytta lánshæfiseinkunn fyrir skuldbindingar Ríkissjóðs Íslands í erlendum gjaldeyri. Matshorfurnar verða hins vegar áfram neikvæðar. Fjármálaráðherra segir niðurstöðuna mikilvægan varnarsigur. Matseinkunnir ríkissjóðs hafa nú verið teknar af athugunarlista sem þær voru settar á í kjölfar Icesave atkvæðagreiðslunnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar ákvörðunar Fitch í gær að breyta horfum á lánshæfi Íslands úr neikvæðum í stöðugar. „Þannig að í það heila tekið þá held ég að þetta hafi tekist eins og við gátum búist við og það hafi unnist varnarsigur í þessarri glímu við matsfyrirtækin. Þá þarf bara að halda áfram á sömu braut, að koma því betur á framfæri að hagkerfið er að rétta úr kútnum og Ísland er að ná vopnum sínum í efnahagslegu tilliti," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Að mati Standard and Poors hefur dregið úr hættu á að Ríkissjóður Íslands lendi í vandræðum vegna erlendrar lánsfjármögnunar. Neikvæðar horfur á matinu endurspegla hins vegar hættu á að efnahagsbati og skuldalækkun ríkissjóðs verði ekki sem skyldi. Fjármálaráðherra segir þetta gefa tækifæri til að skoða erlenda skuldabréfaútgáfu á næstu misserum. „Nú getum við farið að dusta rykið af því sem við höfum haft á ís í býsna langan tíma, að fara að sýna umheiminum að við séum komin í þá stöðu að við getum sótt okkur lánsfé eftir því sem við þurfum og að tengsl okkar við fjármálaumheiminn séu orðin eðlileg." Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákvörðun S og P sé mjög jákvætt skref fyrir erlenda fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. Hann segir útlit fyrir að lán sem Landsvirkjun fékk til framkvæmda fyrr á árinu séu nú í höfn en lánin voru beint eða óbeint háð því að lánshæfismat Íslands héldis óbreytt. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poor´s staðfesti í dag óbreytta lánshæfiseinkunn fyrir skuldbindingar Ríkissjóðs Íslands í erlendum gjaldeyri. Matshorfurnar verða hins vegar áfram neikvæðar. Fjármálaráðherra segir niðurstöðuna mikilvægan varnarsigur. Matseinkunnir ríkissjóðs hafa nú verið teknar af athugunarlista sem þær voru settar á í kjölfar Icesave atkvæðagreiðslunnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar ákvörðunar Fitch í gær að breyta horfum á lánshæfi Íslands úr neikvæðum í stöðugar. „Þannig að í það heila tekið þá held ég að þetta hafi tekist eins og við gátum búist við og það hafi unnist varnarsigur í þessarri glímu við matsfyrirtækin. Þá þarf bara að halda áfram á sömu braut, að koma því betur á framfæri að hagkerfið er að rétta úr kútnum og Ísland er að ná vopnum sínum í efnahagslegu tilliti," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Að mati Standard and Poors hefur dregið úr hættu á að Ríkissjóður Íslands lendi í vandræðum vegna erlendrar lánsfjármögnunar. Neikvæðar horfur á matinu endurspegla hins vegar hættu á að efnahagsbati og skuldalækkun ríkissjóðs verði ekki sem skyldi. Fjármálaráðherra segir þetta gefa tækifæri til að skoða erlenda skuldabréfaútgáfu á næstu misserum. „Nú getum við farið að dusta rykið af því sem við höfum haft á ís í býsna langan tíma, að fara að sýna umheiminum að við séum komin í þá stöðu að við getum sótt okkur lánsfé eftir því sem við þurfum og að tengsl okkar við fjármálaumheiminn séu orðin eðlileg." Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákvörðun S og P sé mjög jákvætt skref fyrir erlenda fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. Hann segir útlit fyrir að lán sem Landsvirkjun fékk til framkvæmda fyrr á árinu séu nú í höfn en lánin voru beint eða óbeint háð því að lánshæfismat Íslands héldis óbreytt.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira