Vill fagráð sem skoðar meint afbrot lögreglumanna 19. maí 2011 10:47 Lögreglumenn í þjálfun. Lögreglumaðurinn G. Jökull Gíslason vill að það verði skoðað að setja á laggirnar sérstaka fagnefnd sem meti kvartanir gegn lögreglumönnum áður en þeir verði ákærðir. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um ákærur gegn varðstjóra lögreglunnar sem er sakaður um að hafa ekið ógætilega þegar hann ók á ungan mann, sem var á flótta undan lögreglunni, en varð svo að lokum fyrir bíl varðstjórans og fótbrotnaði í kjölfarið. Varðstjórinn neitar sök. G. Jökull skrifar: „Erlendis þekkist það víða að fagnefndir meti slík atvik út frá eðli lögreglustarfsins áður en ákvörðun um ákæru er gefin út. Hér á landi fá slík mál enga slíka faglega umfjöllun heldur er það sami aðili sem rannsakar meint brot og gefur út ákæru, en það á ekki við um nein önnur brot. Þá er það orðið afar áhættusamt að vinna sem lögreglumaður þegar lögreglumenn eiga yfir höfði sér háar bótakröfur frá einstaklingum sem ættu í raun betur heima hjá ríki á grundvelli húsbóndaábyrgðar". Hann segist vilja vekja lesendur til umhugsunar um það hvernig lögreglumenn þeir vilja hafa hér á landi. „Viljum við lögreglumenn sem vinna óhræddir af bestu samvisku við það að sporna við afbrotum eða lögreglumenn sem vilja frekar heima sitja vegna ótta við að hver einasta misfella verði kærð?" spyr G. Jökull. Hann skrifar svo að lokum: Í því máli sem nú er kært fyrir hefði það verið hægur leikur fyrir lögreglumanninn að missa af ökuníðingnum og koma sér þannig frá áhættu um hugsanlegar afleiðingar. Þess í stað væri miklu einfaldara að kæra aðeins þá sem eru löghlýðnari og stoppa af sjálfsdáðum. Eða bara gera sem allra minnst. Eru það skilaboðin sem við viljum senda til lögreglumanna?" Hægt er að lesa grein G. Jökuls hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Hvernig á lögreglumaður að vinna vinnu sína? Í vikunni var þingfest ákæra á hendur lögreglumanni fyrir meint brot í starfi. Hið meinta brot er að hafa unnið vinnu sína af kostgæfni. Það hafði afleiðingar í för með sér að ungur maður fótbrotnaði eða réttara sagt ungur ökuníðingur sem var að reyna að stinga af frá umferðarlagabroti og hlýddi engum stöðvunarmerkjum og gerði sitt ítrasta til að flýja frá lögreglu. Í eftirförinni fótbrotnaði hann þegar hann reyndi að hlaupa frá bíl sínum eftir að hafa lokast af í botngötu. 19. maí 2011 10:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Lögreglumaðurinn G. Jökull Gíslason vill að það verði skoðað að setja á laggirnar sérstaka fagnefnd sem meti kvartanir gegn lögreglumönnum áður en þeir verði ákærðir. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um ákærur gegn varðstjóra lögreglunnar sem er sakaður um að hafa ekið ógætilega þegar hann ók á ungan mann, sem var á flótta undan lögreglunni, en varð svo að lokum fyrir bíl varðstjórans og fótbrotnaði í kjölfarið. Varðstjórinn neitar sök. G. Jökull skrifar: „Erlendis þekkist það víða að fagnefndir meti slík atvik út frá eðli lögreglustarfsins áður en ákvörðun um ákæru er gefin út. Hér á landi fá slík mál enga slíka faglega umfjöllun heldur er það sami aðili sem rannsakar meint brot og gefur út ákæru, en það á ekki við um nein önnur brot. Þá er það orðið afar áhættusamt að vinna sem lögreglumaður þegar lögreglumenn eiga yfir höfði sér háar bótakröfur frá einstaklingum sem ættu í raun betur heima hjá ríki á grundvelli húsbóndaábyrgðar". Hann segist vilja vekja lesendur til umhugsunar um það hvernig lögreglumenn þeir vilja hafa hér á landi. „Viljum við lögreglumenn sem vinna óhræddir af bestu samvisku við það að sporna við afbrotum eða lögreglumenn sem vilja frekar heima sitja vegna ótta við að hver einasta misfella verði kærð?" spyr G. Jökull. Hann skrifar svo að lokum: Í því máli sem nú er kært fyrir hefði það verið hægur leikur fyrir lögreglumanninn að missa af ökuníðingnum og koma sér þannig frá áhættu um hugsanlegar afleiðingar. Þess í stað væri miklu einfaldara að kæra aðeins þá sem eru löghlýðnari og stoppa af sjálfsdáðum. Eða bara gera sem allra minnst. Eru það skilaboðin sem við viljum senda til lögreglumanna?" Hægt er að lesa grein G. Jökuls hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Hvernig á lögreglumaður að vinna vinnu sína? Í vikunni var þingfest ákæra á hendur lögreglumanni fyrir meint brot í starfi. Hið meinta brot er að hafa unnið vinnu sína af kostgæfni. Það hafði afleiðingar í för með sér að ungur maður fótbrotnaði eða réttara sagt ungur ökuníðingur sem var að reyna að stinga af frá umferðarlagabroti og hlýddi engum stöðvunarmerkjum og gerði sitt ítrasta til að flýja frá lögreglu. Í eftirförinni fótbrotnaði hann þegar hann reyndi að hlaupa frá bíl sínum eftir að hafa lokast af í botngötu. 19. maí 2011 10:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hvernig á lögreglumaður að vinna vinnu sína? Í vikunni var þingfest ákæra á hendur lögreglumanni fyrir meint brot í starfi. Hið meinta brot er að hafa unnið vinnu sína af kostgæfni. Það hafði afleiðingar í för með sér að ungur maður fótbrotnaði eða réttara sagt ungur ökuníðingur sem var að reyna að stinga af frá umferðarlagabroti og hlýddi engum stöðvunarmerkjum og gerði sitt ítrasta til að flýja frá lögreglu. Í eftirförinni fótbrotnaði hann þegar hann reyndi að hlaupa frá bíl sínum eftir að hafa lokast af í botngötu. 19. maí 2011 10:00