Innlent

Alelda bíll og mikið um forgangsflutninga

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út klukkan fjögur í nótt vegna bílaelds. Bifreiðin var í Víðidal og var alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Bíllinn er gjörónýtur og leikur grunur á að kveikt hafi verið í honum.

Þá var vatnsleki í íbúð í Asparfelli um klukkan hálf fjögur í nótt. Nokkuð tjón varð af lekanum.

Sjúkraflutningamenn stóðu svo í ströngu í nótt en alls voru 30 sjúkraflutningar í nótt sem þykir eðlilegt um helgar. Þar af ellefu svo kallaðir forgangsflutningar vegna mikilla veikinda. Engin alvarleg slys urðu á höfuðborgarsvæðinu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×