Enski boltinn

Avram Grant: Þurfum sjö stig úr síðustu þremur leikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Avram Grant, stjóri West Ham.
Avram Grant, stjóri West Ham. Mynd/AP
Avram Grant, stjóri West Ham, segir að sitt lið verði að ná í sjö stig út úr síðustu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar til þess að halda sæti sínu í deildinni.

West Ham mætir Blackburn, Wigan og Sunderland í þessum lokaumferðumen liðið er eins og er í botnsætinu þremur stigum frá öruggu sæti eftir að hafa tapað fyrir Manchester City í gær.

„Nú mætum við liðum sem eru á sama stað og við í töflunni. Við verðum að vinna þessa leiki," sagði Avram Grant við Sky Sports.

„Okkar markmið er að ná í sjö stig en auðvitað munum við reyna að ná í öll þessi níu stig. Hin liðin ætla sér örugglega að vinna þessa leiki líka," sagði Grant sem á það að hættu að falla með lið sitt annað tímabilið í röð.

„Við trúum því að með sama karakter og í síðustu leikjum við toppliðin þá getum við unnið þessa leiki," sagði Grant bjartsýnn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×