Tvær undanþágur veittar vegna reglna á sundstöðum Erla Hlynsdóttir skrifar 4. maí 2011 10:48 Mynd úr safni: GVA Umhverfisráðuneytinu hefur fengið tvær umsóknir um undanþágur vegna reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum sem tóku gildi um áramót. Báðar undanþágurnar voru veittar, tímabundið og með skilyrðum. Ungmennafélagið Þróttur í Vogum sótti um undanþágu vegna ungs aldurs sundþjálfara. Í erindi sem félagið sendi ráðuneytinu í janúar kemur fram að Þróttur hafi gert árs samning við þjálfara fæddan 1994. Hann hafi þjálfað tvo flokka í sundi, 6 til 9 ára og 10 til 14 ára. Í yngri hóp eru fjögur börn en tíu í þeim eldri. Í rökstuðningi Þróttar segir að samningurinn sé bindandi fyrir báða aðila og slæmt ef segja þurfi honum upp. Auk þess sé starf þjálfarans í umsjá framkvæmdastjóra félagsins og reynds sundþjálfara.Umboðsmaður barna og Vinnueftirlitið veittu umsögn Ráðuneytið sendi erindið til umsagnar hjá Umhverfisstofnunar, sem meðal annars óskaði álits Umboðsmanns barna og Vinnueftirlits ríkisins. Umboðsmaður barna taldi að það gæti verið rétt að veita undanþágu þar sem umræddur þjálfari hafi reynst vel og að hann hafi þegar verið ráðinn til starfa, en mikilvægt að fullorðinn aðili hafi yfirumsjón með starfinu. Í áliti Vinnueftirlitsins eru ekki gerðar athugasemdir við að þjálfari yngri en 18 ára sinni þessu verkefni ef tryggt er að öryggisgæsla sé í höndum fullorðins aðila. Ráðuneytið veitti Þrótti því undanþáguna. Hún er bundin þeim skilyrðum helstum um að fullorðinn einstaklingur hafi yfirumsjón með sundkennslunni og að foreldrum barnanna sé gerð grein fyrir fyrirkomulaginu. Hin undanþágan sem umhverfisráðuneytið veitti vegna þeirrar reglugerðar sem tók gildi um áramót var veitt Fjarðabyggð. Vísir greindi frá því í lok síðasta mánaðar að Fjarðabyggð hefði fengið undanþágu frá þeirri reglu að gæslumaður í sundlaug sinni ekki afgreiðslustörfum samhliða. Fjarðabyggð óskaði eftir og fékk undanþágu frá þessari reglu í sundlaugunum á Eskifirði, Norðfirði og Stöðvarfirði, á þeim tímum þegar aðsókn er sem minnst í laugarnar.Miðað við 10 ára afmælisdaginn Þá óskaði Fjarðabyggð eftir því að ráðuneytið gerði breytingar á reglugerðinni að því er varðar aðgengi 10 ára barna að sundstöðum. Börn þurfa að vera orðin tíu ára til að mega fara ein í sund. Í reglugerðinni er miðað við fæðingardag en Fjarðabyggð lagði til að miðað yrði við fæðingarár. Ráðuneytið veitti hins vegar ekki undanþágu frá reglum um aldursviðmið, en þess er krafist að börn þurfi að vera orðin 10 ára til að fara ein í sund. Fjarðabyggð hafði óskað eftir því að miðað væri við árið sem börnin verða 10 ára en ekki fæðingardaginn, eins og reglugerði segir til um. Ráðuneytið hafnaði þeirri beiðni, en í eldri reglugerð var miðað við átta ára aldur. Umræddar undanþágur eiga við reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum sem tók gildi 1. janúar 2011. Tengdar fréttir Fjarðabyggð fær undanþágu vegna gæslu við sundlaugar Umhverfisráðuneytið hefur veitt Fjarðabyggð undanþágu frá þeirri reglu að gæslumaður í sundlaug sinni ekki afgreiðslustörfum samhliða. Fjarðabyggð óskaði eftir undanþágu frá þessari reglu í sundlaugunum á Eskifirði, Norðfirði og Stöðvarfirði, á þeim tímum þegar aðsókn er sem minnst í laugarnar. Ráðuneytið veitti hins vegar ekki undanþágu frá reglum um aldursviðmið, en þess er krafaist að börn þurfi að vera orðin 10 ára til að fara ein í sund. Fjarðabyggð hafði óskað eftir því að miðað væri við árið sem börnin verða 10 ára en ekki fæðingardaginn, eins og reglugerði segir til um. 26. apríl 2011 10:30 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Umhverfisráðuneytinu hefur fengið tvær umsóknir um undanþágur vegna reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum sem tóku gildi um áramót. Báðar undanþágurnar voru veittar, tímabundið og með skilyrðum. Ungmennafélagið Þróttur í Vogum sótti um undanþágu vegna ungs aldurs sundþjálfara. Í erindi sem félagið sendi ráðuneytinu í janúar kemur fram að Þróttur hafi gert árs samning við þjálfara fæddan 1994. Hann hafi þjálfað tvo flokka í sundi, 6 til 9 ára og 10 til 14 ára. Í yngri hóp eru fjögur börn en tíu í þeim eldri. Í rökstuðningi Þróttar segir að samningurinn sé bindandi fyrir báða aðila og slæmt ef segja þurfi honum upp. Auk þess sé starf þjálfarans í umsjá framkvæmdastjóra félagsins og reynds sundþjálfara.Umboðsmaður barna og Vinnueftirlitið veittu umsögn Ráðuneytið sendi erindið til umsagnar hjá Umhverfisstofnunar, sem meðal annars óskaði álits Umboðsmanns barna og Vinnueftirlits ríkisins. Umboðsmaður barna taldi að það gæti verið rétt að veita undanþágu þar sem umræddur þjálfari hafi reynst vel og að hann hafi þegar verið ráðinn til starfa, en mikilvægt að fullorðinn aðili hafi yfirumsjón með starfinu. Í áliti Vinnueftirlitsins eru ekki gerðar athugasemdir við að þjálfari yngri en 18 ára sinni þessu verkefni ef tryggt er að öryggisgæsla sé í höndum fullorðins aðila. Ráðuneytið veitti Þrótti því undanþáguna. Hún er bundin þeim skilyrðum helstum um að fullorðinn einstaklingur hafi yfirumsjón með sundkennslunni og að foreldrum barnanna sé gerð grein fyrir fyrirkomulaginu. Hin undanþágan sem umhverfisráðuneytið veitti vegna þeirrar reglugerðar sem tók gildi um áramót var veitt Fjarðabyggð. Vísir greindi frá því í lok síðasta mánaðar að Fjarðabyggð hefði fengið undanþágu frá þeirri reglu að gæslumaður í sundlaug sinni ekki afgreiðslustörfum samhliða. Fjarðabyggð óskaði eftir og fékk undanþágu frá þessari reglu í sundlaugunum á Eskifirði, Norðfirði og Stöðvarfirði, á þeim tímum þegar aðsókn er sem minnst í laugarnar.Miðað við 10 ára afmælisdaginn Þá óskaði Fjarðabyggð eftir því að ráðuneytið gerði breytingar á reglugerðinni að því er varðar aðgengi 10 ára barna að sundstöðum. Börn þurfa að vera orðin tíu ára til að mega fara ein í sund. Í reglugerðinni er miðað við fæðingardag en Fjarðabyggð lagði til að miðað yrði við fæðingarár. Ráðuneytið veitti hins vegar ekki undanþágu frá reglum um aldursviðmið, en þess er krafist að börn þurfi að vera orðin 10 ára til að fara ein í sund. Fjarðabyggð hafði óskað eftir því að miðað væri við árið sem börnin verða 10 ára en ekki fæðingardaginn, eins og reglugerði segir til um. Ráðuneytið hafnaði þeirri beiðni, en í eldri reglugerð var miðað við átta ára aldur. Umræddar undanþágur eiga við reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum sem tók gildi 1. janúar 2011.
Tengdar fréttir Fjarðabyggð fær undanþágu vegna gæslu við sundlaugar Umhverfisráðuneytið hefur veitt Fjarðabyggð undanþágu frá þeirri reglu að gæslumaður í sundlaug sinni ekki afgreiðslustörfum samhliða. Fjarðabyggð óskaði eftir undanþágu frá þessari reglu í sundlaugunum á Eskifirði, Norðfirði og Stöðvarfirði, á þeim tímum þegar aðsókn er sem minnst í laugarnar. Ráðuneytið veitti hins vegar ekki undanþágu frá reglum um aldursviðmið, en þess er krafaist að börn þurfi að vera orðin 10 ára til að fara ein í sund. Fjarðabyggð hafði óskað eftir því að miðað væri við árið sem börnin verða 10 ára en ekki fæðingardaginn, eins og reglugerði segir til um. 26. apríl 2011 10:30 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Fjarðabyggð fær undanþágu vegna gæslu við sundlaugar Umhverfisráðuneytið hefur veitt Fjarðabyggð undanþágu frá þeirri reglu að gæslumaður í sundlaug sinni ekki afgreiðslustörfum samhliða. Fjarðabyggð óskaði eftir undanþágu frá þessari reglu í sundlaugunum á Eskifirði, Norðfirði og Stöðvarfirði, á þeim tímum þegar aðsókn er sem minnst í laugarnar. Ráðuneytið veitti hins vegar ekki undanþágu frá reglum um aldursviðmið, en þess er krafaist að börn þurfi að vera orðin 10 ára til að fara ein í sund. Fjarðabyggð hafði óskað eftir því að miðað væri við árið sem börnin verða 10 ára en ekki fæðingardaginn, eins og reglugerði segir til um. 26. apríl 2011 10:30