Fyrsta íslenska rannsóknin: 59% treysta barnaverndarnefndum Erla Hlynsdóttir skrifar 4. maí 2011 13:07 Neikvæðar fréttir af störfum barnaverndarnefnda rata frekar í fjölmiðla en jákvæðar, og hefur þannig mögulega áhrif á viðhorf almennings til nefndanna Starfsfólk barnaverndarnefnda getur vel við unað þegar kemur að trausti til nefndanna. Þetta er mat lektors í félagsráðgjöf á niðurstöðum rannsóknar á trausti almennings til barnaverndarnefnda. Samkvæmt niðurstöðum hennar bera 59% frekar mikið eða mjög mikið traust til barnaverndarnefnda. 23% bera frekar lítið eða mjög lítið traust til þeirra, en um 19% segjast hvorki bera lítið né mikið traust til þeirra. Þetta er fyrsta íslenska rannsóknin á trausti almennings til barnaverndarnefnda. Anni G. Haugen, lektor við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, skrifar grein um rannsóknina í nýjasta tölublaði Tímarits félagsráðgjafa undir heitinu „Er barnaverndinni treystandi?"Meiri menntun, meira traust Fólk á aldrinum 18 til 39 ára mest traust til barnaverndarnefnda, samkvæmt rannsókninni, sem Anni telur jákvætt þar sem það er einkum fólk á þessum aldri sem hefur börn á sínum framfæri. Þá virðist traust vera meira hjá þeim sem eru með mikla bóklega menntun en þeir sem eru lítið menntaðir. 72% þeirra sem hafa framhaldsnám úr háskóla að baki bera mikið eða frekarið mikið traust til barnaverndarnefnda en aðeins um 50% þeirra sem eiga aðeins grunnskólanám að baki. Ekki reyndist marktækur munur á kynjum.Tæplega 5 þúsund tilkynningar á hálfu ári Á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 bárust 4933 tilkynningar til barnaverndarnefnda sem vörðuðu rúmlega 4000 börn. Anni segir í greininni að í tilefni af 25 ára afmæli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands haustið 2010 hafi verið keyrður svokallaður Afmælisvagn þar sem fyrirtækjum og stofnunum var boðið að vera með spurningar. Þar var ákveðið að nýta tækifærið og spyrja um traust almennings til barnaverndarnefnda. Tekið var 1500 manna slembiúrtak úr þjóðskrá. Brúttósvarhlutfall var 65,1%.Neikvæðar fréttir í fjölmiðlum Anni segir að það sé verkefni sem aldrei lýkur að auka trausts almennings á starfi barnaverndarnefnda. Hún veltir því upp að það séu helst mál sem tengjast barnaverndarnefndum á neikvæðan hátt sem rati í fjölmiðla og segir mikilvægt að fólk í þessum geira sé ófeimið við að vinna með fréttamönnum eftir því sem hægt er. Þannig aukist líkur á raunsannri umfjöllun í fjölmiðlum, sem síðan hefur áhrif á hvernig almenningur skynjar störf nefndanna. Hlutfall þeirra sem treysta barnaverndarnefndum vel er svipað og hlutfall þeirra sem sögðust árið 2008 vera ánægðir með þjónustu Barnaverndar Reykjavíkur en sú könnun var gerð meðal notenda þjónustunnar. Í skýrslunni er einnig tekið sem dæmi að í könnun Markaðs- og miðlarannsókna frá árinu 2010 eru aðeins tvær stofnanir sem njota meira trausts; lögreglan og Háskóli Íslands. Þó er tekið fram að rannsóknirnar eru ekki samanburðarhæfar. Í Noregi hafa reglulega verið gerðar kannanir um traust almennings á störfum barnaverndarnefnda og mælist traustið meira hér. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Starfsfólk barnaverndarnefnda getur vel við unað þegar kemur að trausti til nefndanna. Þetta er mat lektors í félagsráðgjöf á niðurstöðum rannsóknar á trausti almennings til barnaverndarnefnda. Samkvæmt niðurstöðum hennar bera 59% frekar mikið eða mjög mikið traust til barnaverndarnefnda. 23% bera frekar lítið eða mjög lítið traust til þeirra, en um 19% segjast hvorki bera lítið né mikið traust til þeirra. Þetta er fyrsta íslenska rannsóknin á trausti almennings til barnaverndarnefnda. Anni G. Haugen, lektor við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, skrifar grein um rannsóknina í nýjasta tölublaði Tímarits félagsráðgjafa undir heitinu „Er barnaverndinni treystandi?"Meiri menntun, meira traust Fólk á aldrinum 18 til 39 ára mest traust til barnaverndarnefnda, samkvæmt rannsókninni, sem Anni telur jákvætt þar sem það er einkum fólk á þessum aldri sem hefur börn á sínum framfæri. Þá virðist traust vera meira hjá þeim sem eru með mikla bóklega menntun en þeir sem eru lítið menntaðir. 72% þeirra sem hafa framhaldsnám úr háskóla að baki bera mikið eða frekarið mikið traust til barnaverndarnefnda en aðeins um 50% þeirra sem eiga aðeins grunnskólanám að baki. Ekki reyndist marktækur munur á kynjum.Tæplega 5 þúsund tilkynningar á hálfu ári Á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 bárust 4933 tilkynningar til barnaverndarnefnda sem vörðuðu rúmlega 4000 börn. Anni segir í greininni að í tilefni af 25 ára afmæli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands haustið 2010 hafi verið keyrður svokallaður Afmælisvagn þar sem fyrirtækjum og stofnunum var boðið að vera með spurningar. Þar var ákveðið að nýta tækifærið og spyrja um traust almennings til barnaverndarnefnda. Tekið var 1500 manna slembiúrtak úr þjóðskrá. Brúttósvarhlutfall var 65,1%.Neikvæðar fréttir í fjölmiðlum Anni segir að það sé verkefni sem aldrei lýkur að auka trausts almennings á starfi barnaverndarnefnda. Hún veltir því upp að það séu helst mál sem tengjast barnaverndarnefndum á neikvæðan hátt sem rati í fjölmiðla og segir mikilvægt að fólk í þessum geira sé ófeimið við að vinna með fréttamönnum eftir því sem hægt er. Þannig aukist líkur á raunsannri umfjöllun í fjölmiðlum, sem síðan hefur áhrif á hvernig almenningur skynjar störf nefndanna. Hlutfall þeirra sem treysta barnaverndarnefndum vel er svipað og hlutfall þeirra sem sögðust árið 2008 vera ánægðir með þjónustu Barnaverndar Reykjavíkur en sú könnun var gerð meðal notenda þjónustunnar. Í skýrslunni er einnig tekið sem dæmi að í könnun Markaðs- og miðlarannsókna frá árinu 2010 eru aðeins tvær stofnanir sem njota meira trausts; lögreglan og Háskóli Íslands. Þó er tekið fram að rannsóknirnar eru ekki samanburðarhæfar. Í Noregi hafa reglulega verið gerðar kannanir um traust almennings á störfum barnaverndarnefnda og mælist traustið meira hér.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira