Erlent

Hélt krókódíl á heimili sínu til þess að ganga í augun á stelpunum

Þess þarf vart að geta að krókódílar eru stórhættulegir.
Þess þarf vart að geta að krókódílar eru stórhættulegir.
Rúmlega fertugur karlmaður sem býr í úthverfi í Chicago í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir brot á dýralögum í fylkinu eftir að í ljós kom að hann var með risastóran krókódíl á heimili sínu.

Maðurinn sagðist hafa keypt skepnuna fyrir fimm árum síðan á 200 dollara. Hann geymdi það svo í stórum vatnstanki og fóðraði dýrið á 10 lifandi músum á mánuði.

Í raun svelti hann skepnuna þar sem hann vildi hamla náttúrulegum vexti krókódílsins.

Þegar maðurinn var spurður hvernig í ósköpunum honum hefði dottið í hug að geyma krókódíl á heimili sínu svaraði hann því til að hann vonaðist til þess að ganga í augun á konum sem kæmu á heimili hans. Ekki fylgdi sögunni hvort það hefði gengið eftir.

Lögreglan komst á snoður um dýrið eftir nafnlausa ábendingu samkvæmt AP fréttaveitunni. Dýrið var fjarlægt af heimili mannsins á fimmtudaginn í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×