Enski boltinn

Baines verður ekki seldur til Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Baines í leik gegn Spurs.
Baines í leik gegn Spurs.
Liverpool er sagt hafa mikinn áhuga á því að kaupa Leighton Baines, bakvörð erkifjendanna í Everton. Ekki verður samt af því að Baines fari þangað þar sem David Moyes, stjóri Everton, segir ekki koma til greina að selja leikmanninn.

Baines hefur einnig verið orðaður við Man. City og DC Bayern.

"Það fer enginn frá félaginu nema ég gefi leyfi til þess. Leighton er með fimm ára samning. Við viljum ekki selja og Everton er ekki félag sem stendur fyrir útsölum," sagði Moyes.

"Leighton er ekki til sölu og Liverpool veit það vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×