Enski boltinn

Hughes vill framlengja við Fulham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mark Hughes.
Mark Hughes.
Mark Hughes, stjóri Fulham, hefur tjáð forráðamönnum félagsins að hann sé tilbúinn til þess að setjast niður og semja til lengri tíma.

Hughes skrifaði undir tveggja ára samning síðasta sumar og í ljósi góðs gengis telur hann eðlilegt að félagið bjóði honum lengri samning.

"Það er aðeins búið að ræða málin. Ég vil ræða möguleikann á lengri samningi því mér líkar vel við þetta félag. Þetta félag er vel rekið og hér er mikið af góðu fólki," sagði Hughes.

Það gekk brösuglega framan af hjá honum í vetur en honum tókst að rétta skipið af og er líklega að sigla því örugglega í topp tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×