Telja lögreglu brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2011 11:59 Stefán Eiríksson lögreglustjóri er ekki sammála lögmönnunum Mynd: Vilhelm Málsmetandi lögmenn telja að lögreglan hafi brotið gegn ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi heimilisins, þegar hún tók myndatökumann Morgunblaðsins með í húsleit á dögunum Maður sem lögregla gerði húsleit hjá í fylgd myndatökumanns fréttavefs Morgunblaðsins fyrir nokkrum mánuðum er afar óhress með þá framgöngu lögreglunnar. Í DV í dag segir maðurinn nóg komið af ógæfu í hans lífi. Lagt var hald á nokkuð magn fíkniefna í húsleitinni og segir maðurinn að rangt hafi verið farið með það magn sem fannst í innslagi sem birt var á fréttavef Morgunblaðsins. Fullyrt er að 50 grömm af maríúana hafi verið gerð upptækt , lítið magn af amfetamíni og töluvert magn af íblöndunarefnum til að drýgja amfetamín. Húsráðandi segir hins vegar í DV að í ákæru komi fram að rúm 18 grömm af maríúana hafi fundist ásamt 0,22 grömmum af amfetamíni en ekki er minnst á íblöndunarefnin. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot en samuræjasverð fannst í húsinu. Húsleitin var gerð 16. desember. Í innslaginu sést vel hvernig húsráðandi býr en andlit hans og annarra sem í húsinu voru eru hulin.Lögreglustjóri segir þetta ekkert athugavert Stefán Eiríksson lögreglustjóri í Reykjavík sagði í samtali við fréttastofu að hann sæi ekkert athugavert við að lögregla tæki fréttamenn með sér inn á heimili fólks þar sem gerð væri húsleit. Tilgangur þess væri að gefa innsýn í störf lögreglunnar. Ekki hafi verið óskað eftir heimild dómara fyrir því að hafa fjölmiðil með í för enda þurfi lögreglan þess ekki.Geta aukið á niðurlægingu meints brotamanns Málsmetandi lögmenn sem fréttastofan ræddi við eru algerlega ósammála lögreglustjóranum og segja að um brot á ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi heimilisins sé að ræða. Heimild sem dómari gefi lögreglu til að rjúfa friðhelgi heimilisins vegna rökstudds gruns um lögbrot, geti ekki náð til fjölmiðla, enda geti aðkoma þeirra að húsleit aukið á niðurlægingu meints brotamanns og jafnvel virkað honum til sakbendingar áður en rannsókn máls sé lokið. Einn lögmanna sagði að saksóknaraembættið hlyti að skoða þennan þátt málsins. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Málsmetandi lögmenn telja að lögreglan hafi brotið gegn ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi heimilisins, þegar hún tók myndatökumann Morgunblaðsins með í húsleit á dögunum Maður sem lögregla gerði húsleit hjá í fylgd myndatökumanns fréttavefs Morgunblaðsins fyrir nokkrum mánuðum er afar óhress með þá framgöngu lögreglunnar. Í DV í dag segir maðurinn nóg komið af ógæfu í hans lífi. Lagt var hald á nokkuð magn fíkniefna í húsleitinni og segir maðurinn að rangt hafi verið farið með það magn sem fannst í innslagi sem birt var á fréttavef Morgunblaðsins. Fullyrt er að 50 grömm af maríúana hafi verið gerð upptækt , lítið magn af amfetamíni og töluvert magn af íblöndunarefnum til að drýgja amfetamín. Húsráðandi segir hins vegar í DV að í ákæru komi fram að rúm 18 grömm af maríúana hafi fundist ásamt 0,22 grömmum af amfetamíni en ekki er minnst á íblöndunarefnin. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot en samuræjasverð fannst í húsinu. Húsleitin var gerð 16. desember. Í innslaginu sést vel hvernig húsráðandi býr en andlit hans og annarra sem í húsinu voru eru hulin.Lögreglustjóri segir þetta ekkert athugavert Stefán Eiríksson lögreglustjóri í Reykjavík sagði í samtali við fréttastofu að hann sæi ekkert athugavert við að lögregla tæki fréttamenn með sér inn á heimili fólks þar sem gerð væri húsleit. Tilgangur þess væri að gefa innsýn í störf lögreglunnar. Ekki hafi verið óskað eftir heimild dómara fyrir því að hafa fjölmiðil með í för enda þurfi lögreglan þess ekki.Geta aukið á niðurlægingu meints brotamanns Málsmetandi lögmenn sem fréttastofan ræddi við eru algerlega ósammála lögreglustjóranum og segja að um brot á ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi heimilisins sé að ræða. Heimild sem dómari gefi lögreglu til að rjúfa friðhelgi heimilisins vegna rökstudds gruns um lögbrot, geti ekki náð til fjölmiðla, enda geti aðkoma þeirra að húsleit aukið á niðurlægingu meints brotamanns og jafnvel virkað honum til sakbendingar áður en rannsókn máls sé lokið. Einn lögmanna sagði að saksóknaraembættið hlyti að skoða þennan þátt málsins.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira