Erlent

Bretar ætla að ná Icesave peningunum aftur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Danny Alexander, aðstoðarfjármálaráðherra Breta, lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöður kosninganna. Mynd/ afp.
Danny Alexander, aðstoðarfjármálaráðherra Breta, lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöður kosninganna. Mynd/ afp.
Danny Alexander, aðstoðarfjármálaráðherra Breta, lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með lyktir þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave í gær. Nú hafi verið reynt til þrautar að ná lausn í málinu með samningum. "Okkur ber skylda til þess að ná peningunum til baka og við munum halda áfram að reyna þangað til við náum þeim. Við erum í erfiðri fjárhagsstöðu sem þjóð og þessir peningar myndu hjálpa okkur," segir Alexander við BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×