Erlent

Sprenging í neðanjarðarlestastöð í Minsk

Mikil sprenging varð í neðanjarðarlestastöð í Minsk höfuðborg Hvítarússlands í dag. Fregnir herma að nokkrir hafi látist og margir særst en engar staðfestar fregnir af mannfalli hafa þó enn borist.

Sjónarvottar segja við fréttastofu BBC að reykur stígi frá lestarstöðinni sem er í miðborg Minsk og að sjúkfraflutningamenn séu að bera sært fólk upp úr stöðinni. Ekkert liggur fyrir um hvað olli sprengingunni en stöðin sem um ræðir er nálægt skrifstofum Lúkasjenkós forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×