Erlent

Lagaprófessorar til varnar Manning

Óli Tynes skrifar
Bradley Manning
Bradley Manning
Tvöhundruð og fimmtíu bandarískir lagaprófessorar hafa undirritað bréf þar sem er mótmælt meðferðinni á hermanninum Bradley Manning. Manning er grunaður um að hafa lekið milljónum leyniskjala til Wikileaks. Hann situr nú í einangrun í herfangelsi landgönguliðsins í Quantico í Virginíu, sem hefur fremur slæmt orð á sér.

 

Þar er hann lokaður inni í 23 tíma á sólarhring. Á kvöldin er honum skipað að berhátta sig og er klæddur í spennitreyju til þess að hann geti ekki skaðað sjálfan sig. Litið er inn til hans á fimm mínútna fresti allan sólahringinn. Meðal prófessoranna er Laurence Tribe sem er talinn manna fróðastur um bandarísku stjórnarskrána. Hann segir að meðferðin á Manning sé ekki bara skammarleg heldur sé einnig brotið á stjórnarskrárvörðum rétti hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×