Erlent

Mubarak og synir í gæsluvarðahald

Hosni Mubarak.
Hosni Mubarak.
Hosni Mubarak, fyrrverandi leiðtogi Egyptalands, hefur verið úrskurðaður í fimmtán daga gæsluvarðhald ásamt sonum sínum tveimur. Þetta kom fram á Facebook-síðu egypska ríkissaksóknarans og New York Times greinir frá.

Mubarak fékk hjartaáfall við yfirheyrslur í gær og var fluttur á sjúkrahús. Mikill þrýstingur hefur verið á egypska hernum að draga Mubarak fyrir dóm en þúsundir Egypta hafa mótmælt á Frelsistorgi og krafist réttarhalda yfir fyrrverandi leiðtoganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×