Erlent

Japönsk flóðbylgja varð Bandaríkjamanni að bana

Hamfarirnar í Japan eru gríðarlega.
Hamfarirnar í Japan eru gríðarlega.
Líkama 25 ára karlmanns skolaði á land í Oregon í Bandaríkjunum í vikunni. Í ljós kom að maðurinn var ljósmyndari sem var að mynda flóðbylgjuna frá Japan, sem skall á ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum, þegar hún hrifsaði hann með sér á haf út.

Hann fannst svo mánuði síðar, hundruð kílómetra frá þeim stað þar sem hann er talinn hafa orðið flóðbylgjunni að bráð.

Fjölskylda mannsins er sátt við að hafa endurheimt líkama mannsins svo það sé hægt að jarða hann með tilhlýðilegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×