Erlent

Forsætisráðherra Ísraels vildi ekki hitta Justin Bieber

Blúsaður Bieber. Fékk ekki að hitta forsætisráðherra Ísraels.
Blúsaður Bieber. Fékk ekki að hitta forsætisráðherra Ísraels.
Poppstjarnan Justin Bieber er umdeildur eftir að hann fór í heimsókn til Ísraels á dögunum.

Poppstirnið, sem er aðeins sautján ára gamall, óskaði eftir því að hitta forsætisráðherra Ísraels. Hann neitaði hinsvegar að hitta söngvarann.

Ástæðan var sú að popparinn vildi ekki hitta ísraelsk börn sem særðust í loftskeytaárás Hamas liða á dögunum.

Bieber sagði málið á misskilningi byggt en hann hefði boðið börnunum á tónleika með sér í staðinn. Á Twitter sagði stjarnan að hann hefði engan frið fengið fyrir ágengum ljósmyndara.

Stirnið var í heimsókn í Ísrael til þess að kynna sér sögu gyðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×