Enski boltinn

Tevez frá í þrjár til fjórar vikur - missir af United-leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester City verður án fyrirliða síns Carlos Tevez í undaúrslitaleik enska bikarsins á móti Manchester United á Wembley á laugardaginn. Tevez tognaði aftan í læri 0-3 tapleiknum á móti Liverpool á dögunum og verður frá í þrjár til fjórar vikur.

Mancini tók Tevez strax útaf þegar hann meiddist í upphafi leiksins á móti Liverpool og City-menn voru að vonast til þess að hann yrði orðinn góður fyrir leikinn mikilvæga um helgina.

„Ég held að hann þurfi þrjár til fjórar vikur til þess að ná sér. Það er stórt vandamál fyrir okkur en við getum ekki tekið neina óþarfa áhættu," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City.

„Það er allavega pottþétt að Tevez getur ekki spilað á laugardaginn. Eftir þann leik eigum við sex leiki eftir og við vonum að Carlos geti spilað tvo til þrjá síðustu deildarleikina og svo bikarúrslitaleikinn ef að við komumst þangað," sagði Mancini.

City hefur ekki komst í bikarúrslitaleikinn síðan 1981 og það á eftir að koma í ljós hversu fjarvera Tevez hefur mikil áhrif.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×