Þetta mun vera í fyrsta sinn í sögu þýska flotans sem borgarstjóri borgar, sem deildin heimsækir, neitar að hitta yfirmanninn, enda eru slíkar heimsóknir álitnar einskonar heiðursheimsóknir.

„Íslendingar eiga að sýna það í verki að við erum herlaus þjóð. Við eigum ætíð að tala fyrir friði og mótmæla stríði manna á milli."
Borgarstjóri hefur ennfremur lagt til að herflugvélar fái ekki að lenda á Reykjavíkurflugvelli nema þær séu að sinna hjálpar- eða björgunarstarfi. Þyrla þýska herskipsins Berlín mun sinna störfum fyrir Landhelgisgæslunnar á meðan önnur þyrla gæslunnar er í viðgerð.