Innlent

Jón Gnarr vill ekki tengjast hernaðarbrölti

Jón Gnarr vill ekki tengjast hernaðarbrölti.
Jón Gnarr vill ekki tengjast hernaðarbrölti.
„Ég er friðarsinni og á móti hernaði í hvaða mynd sem er," segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, en hann hyggst ekki taka á móti yfirmönnum af herskipum þýska flotans sem liggja nú við Skarfabakka í Sundahöfn.

Þetta mun vera í fyrsta sinn í sögu þýska flotans sem borgarstjóri borgar, sem deildin heimsækir, neitar að hitta yfirmanninn, enda eru slíkar heimsóknir álitnar einskonar heiðursheimsóknir.

Vilhelm
„Ég lít ekki svo á að í því felist einhver óvirðing við þetta fólk sem er hér í heimsókn núna. Ég vil einfaldlega ekki tengjast hernaðarbrölti. Það er einlæg skoðun mín að Reykjavík eigi að vera borg friðarins," segir borgarstjórinn og bætir við:

„Íslendingar eiga að sýna það í verki að við erum herlaus þjóð. Við eigum ætíð að tala fyrir friði og mótmæla stríði manna á milli."

Borgarstjóri hefur ennfremur lagt til að herflugvélar fái ekki að lenda á Reykjavíkurflugvelli nema þær séu að sinna hjálpar- eða björgunarstarfi. Þyrla þýska herskipsins Berlín mun sinna störfum fyrir Landhelgisgæslunnar á meðan önnur þyrla gæslunnar er í viðgerð.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.