Innlent

Jón Gnarr neitar að taka á móti þýska flotanum

Jón Gnarr neitar að taka á móti yfirmanni þýsku flotadeildarinnar.
Jón Gnarr neitar að taka á móti yfirmanni þýsku flotadeildarinnar. Mynd Arnþór
Jón Gnarr, borgarstjóri neitar að taka á móti yfirmanni þýsku flotadeildarinnar, sem er að koma til Reykjavíkur í heiðursheimsókn.

Þetta mun vera í fyrsta sinn í sögu þýska flotans sem borgarstjóri borgar, sem deildin heimsækir, neitar að hitta yfirmanninn, enda eru slíkar heimsóknir álitnar einskonar heiðursheimsóknir.

Þá hefur fréttastofan heimildir fyrir því að borgarstjóri hafi beitt sér fyrir því að skipin fengju ekki að koma inn í gömlu höfnina, eins og til stóð og venjan hefur verið við ámóta tilefni, og því munu þau leggjast að skarfabakka við Sundahöfn um og upp úr klukkan níu.

Alls koma þrjú þýsk herskip til landsins með 700 sjóliðum. Þá mun landhelgisgæslan njóta aðstoðar þyrlu flotans á meðan önnur þyrla gæslunnar er í viðgerð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×