ESB umsókn dauð innan ríkisstjórnarinnar eða stjórnin sjálf 14. apríl 2011 12:34 Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur Stóru tíðindin eru þau að ríkisstjórnin missti mann frá borði og annaðhvort er ESB-umsóknin dauð innan ríkisstjórnarinnar, eða ríkisstjórnin sjálf. Þetta er mat stjórnmálafræðings á pólitíkinni eftir atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir stóru tíðindi gærkvöldsins augljóslega vera þau að Ásmundur Einar Daðason hafi sagt skilið við Vinstri græna og þar með sé ríkisstjórnin með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. „En það sem ég les í þetta er að bæði Atli og Ásmundur nefndu ESB umsóknina sem aðalástæðu þess að þeir gætu ekki stutt núverandi ríkisstjórn. Við vitum að það eru menn í þingliði Vinstri grænna sem styðja hana ekki heldur og þar á ég við Jón Bjarnason og Ögmund held ég. Þá myndi ég draga þá ályktun að eftir þessa atkvæðagreiðslu er annaðhvort ESB umsóknin dauð innan ríkisstjórnarinnar eða ríkisstjórnin sjálf," segir Stefanía. Stefanía segir afstöðu Guðmundar Steingrímssonar sem greiddi ekki atkvæði einnig hafa komið nokkuð á óvart. „Manni fannst á tímabili að hann gleymdi því að hann væri í Framsóknarflokknum en ekki Samfylkingunni. Það var þegar hann gagnrýndi valdatíð Sjálfstæðisflokksins en gleymdi því að Framsóknarflokkurinn var með Sjálfstæðisflokknum í 12 ár af þeim 16 sem hann minntist á." Stefanía segir einsýnt að kosningar fari fram í landinu innan skamms því erfitt verði fyrir ríkisstjórnina að styrkja sig með stuðningi annarra flokka. Ljóst sé að ESB málið hafi splundrað Vinstri grænum og þar sé bullandi ágreiningur. Lilja, Atli og Ásmundur hafi hinsvegar ekki sagt sig úr Vinstri grænum. „Það bendir til þess að þau ætli að taka slaginn við Steingrím J. innan Vinstri grænna. Verði Steingrímur ekki áfram ráðherra er ljóst að það verður gerð atlaga að honum á formannsstólnum og mér sýnist þau vera að undirbúa sig í þá baráttu." Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Stóru tíðindin eru þau að ríkisstjórnin missti mann frá borði og annaðhvort er ESB-umsóknin dauð innan ríkisstjórnarinnar, eða ríkisstjórnin sjálf. Þetta er mat stjórnmálafræðings á pólitíkinni eftir atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir stóru tíðindi gærkvöldsins augljóslega vera þau að Ásmundur Einar Daðason hafi sagt skilið við Vinstri græna og þar með sé ríkisstjórnin með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. „En það sem ég les í þetta er að bæði Atli og Ásmundur nefndu ESB umsóknina sem aðalástæðu þess að þeir gætu ekki stutt núverandi ríkisstjórn. Við vitum að það eru menn í þingliði Vinstri grænna sem styðja hana ekki heldur og þar á ég við Jón Bjarnason og Ögmund held ég. Þá myndi ég draga þá ályktun að eftir þessa atkvæðagreiðslu er annaðhvort ESB umsóknin dauð innan ríkisstjórnarinnar eða ríkisstjórnin sjálf," segir Stefanía. Stefanía segir afstöðu Guðmundar Steingrímssonar sem greiddi ekki atkvæði einnig hafa komið nokkuð á óvart. „Manni fannst á tímabili að hann gleymdi því að hann væri í Framsóknarflokknum en ekki Samfylkingunni. Það var þegar hann gagnrýndi valdatíð Sjálfstæðisflokksins en gleymdi því að Framsóknarflokkurinn var með Sjálfstæðisflokknum í 12 ár af þeim 16 sem hann minntist á." Stefanía segir einsýnt að kosningar fari fram í landinu innan skamms því erfitt verði fyrir ríkisstjórnina að styrkja sig með stuðningi annarra flokka. Ljóst sé að ESB málið hafi splundrað Vinstri grænum og þar sé bullandi ágreiningur. Lilja, Atli og Ásmundur hafi hinsvegar ekki sagt sig úr Vinstri grænum. „Það bendir til þess að þau ætli að taka slaginn við Steingrím J. innan Vinstri grænna. Verði Steingrímur ekki áfram ráðherra er ljóst að það verður gerð atlaga að honum á formannsstólnum og mér sýnist þau vera að undirbúa sig í þá baráttu."
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira