Reykjadalur í Mosfellsdal hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 14. apríl 2011 16:02 MYND/Anton Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu síðdegis í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin en þau eru veitt í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna.Samfélagsverðlaunin Að þessu sinni hlýtur Reykjadalur í Mosfellsdal Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Í Reykjadal hafa verið reknar sumarbúðir í nærri hálfa öld.Þær eru reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Í Reykjadal dveljast árlega milli tvö og þrjú hundruð fötluð börn af öllu landinu. Á sumrin býðst sumardvöl, í eina eða tvær vikur í senn, en yfir vetrarmánuðina er þar boðin helgardvöl. Útivera skipar veigamikinn sess í starfinu í Reykjadal, meðal annars í sundi og heitum potti sem þar er. Í Reykjadal starfar drífandi hópur ungs metnaðarfulls fólks. Það kom sér vel þegar útlit var fyrir að leggja þyrfti vetrardvöl barna í Reykjadal niður vegna fjárskorts. Þá efndi starfsfólkið til áheitagöngu og tókst að safna fé til að halda starfseminni gangandi í vetur. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti fulltrúum Reykjadals verðlaunin. Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim síðan verðlaunafé að upphæð ein milljón króna. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna: Samtök kvenna af erlendum uppruna Góði hirðirinnHvunndagshetja Hvunndagshetja ársins 2010 er Ásmundur Þór Kristmundsson. Ásmundur Þór er björgunarsveitarmaður en var í skemmtiferð í Þórsmörk þegar hann vann þar björgunarafrek í ágúst 2010. Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki: Júlíana Signý Gunnarsdóttir Stefán Helgi StefánssonFrá kynslóð til kynslóðar Verðlaun í þessum flokki fær Jón Stefánsson, en tónlistaruppeldi Jóns í Langholtskirkju hefur opnað heim tónlistar fyrir fjöldamörgum börnum og unglingum og skilað hæfu tónlistarfólki. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Möguleikhúsið SkólahreystiTil atlögu gegn fordómum Listasmiðjan Litróf hlýtur verðlaunin í þessum flokki fyrir fyrir að vinna að vináttu milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna með því að stefna þeim saman í leik og listum. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Íþróttafélagið Styrmir PollapönkHeiðursverðlaun Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlýtur Jenna Jensdóttir fyrir farsælan kennsluferil og afkastamikil barnabókaskrif í áratugi. Þeim sem nutu kennslu Jennu er hún afar minnisstæður kennari. Barnabækur Jennu eru á þriðja tug en flestar skrifaði hún í félagi við mann sinn Hreiðar heitinn Stefánsson.Um verðlaunin Vel á fjórða hundrað tilnefninga til Samfélagsverðlaunanna bárust frá lesendum Fréttablaðsins að þessu sinni. Markmið með Samfélagsverðlaununum er að beina sjónum að þeim góðu verkum sem unnin eru í samfélaginu. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru sem fyrr segir ein milljón króna, aðrir verðlaunahafar fengu Nokia C5-03 farsíma frá Hátæknií verðlaun auk verðlaunagripa sem eru hannaðir og smíðaðir af Ásgarði, Mosfellsbæ. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu síðdegis í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin en þau eru veitt í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna.Samfélagsverðlaunin Að þessu sinni hlýtur Reykjadalur í Mosfellsdal Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Í Reykjadal hafa verið reknar sumarbúðir í nærri hálfa öld.Þær eru reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Í Reykjadal dveljast árlega milli tvö og þrjú hundruð fötluð börn af öllu landinu. Á sumrin býðst sumardvöl, í eina eða tvær vikur í senn, en yfir vetrarmánuðina er þar boðin helgardvöl. Útivera skipar veigamikinn sess í starfinu í Reykjadal, meðal annars í sundi og heitum potti sem þar er. Í Reykjadal starfar drífandi hópur ungs metnaðarfulls fólks. Það kom sér vel þegar útlit var fyrir að leggja þyrfti vetrardvöl barna í Reykjadal niður vegna fjárskorts. Þá efndi starfsfólkið til áheitagöngu og tókst að safna fé til að halda starfseminni gangandi í vetur. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti fulltrúum Reykjadals verðlaunin. Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim síðan verðlaunafé að upphæð ein milljón króna. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna: Samtök kvenna af erlendum uppruna Góði hirðirinnHvunndagshetja Hvunndagshetja ársins 2010 er Ásmundur Þór Kristmundsson. Ásmundur Þór er björgunarsveitarmaður en var í skemmtiferð í Þórsmörk þegar hann vann þar björgunarafrek í ágúst 2010. Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki: Júlíana Signý Gunnarsdóttir Stefán Helgi StefánssonFrá kynslóð til kynslóðar Verðlaun í þessum flokki fær Jón Stefánsson, en tónlistaruppeldi Jóns í Langholtskirkju hefur opnað heim tónlistar fyrir fjöldamörgum börnum og unglingum og skilað hæfu tónlistarfólki. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Möguleikhúsið SkólahreystiTil atlögu gegn fordómum Listasmiðjan Litróf hlýtur verðlaunin í þessum flokki fyrir fyrir að vinna að vináttu milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna með því að stefna þeim saman í leik og listum. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Íþróttafélagið Styrmir PollapönkHeiðursverðlaun Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlýtur Jenna Jensdóttir fyrir farsælan kennsluferil og afkastamikil barnabókaskrif í áratugi. Þeim sem nutu kennslu Jennu er hún afar minnisstæður kennari. Barnabækur Jennu eru á þriðja tug en flestar skrifaði hún í félagi við mann sinn Hreiðar heitinn Stefánsson.Um verðlaunin Vel á fjórða hundrað tilnefninga til Samfélagsverðlaunanna bárust frá lesendum Fréttablaðsins að þessu sinni. Markmið með Samfélagsverðlaununum er að beina sjónum að þeim góðu verkum sem unnin eru í samfélaginu. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru sem fyrr segir ein milljón króna, aðrir verðlaunahafar fengu Nokia C5-03 farsíma frá Hátæknií verðlaun auk verðlaunagripa sem eru hannaðir og smíðaðir af Ásgarði, Mosfellsbæ.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira