Búast við flóðbylgju ferðamanna undir Eyjafjöllum 14. apríl 2011 18:24 Eitt ár er í dag liðið frá upphafi eldgossins í toppgíg Eyjafjallajökuls. Í byggðunum undir eldfjallinu takast Eyfellingar enn á við afleiðingarnar um leið og þeir búa sig nú undir flóðbylgju ferðamanna. Hamfarahlaupin sem urðu þegar eldurinn bræddi jökulfargið voru fyrstu merkin sem sáust á láglendi. Þegar skýjahulu létti af tindinum sáu menn betur hvílík ógnaröfl voru að verki, sem lömuðu flugumferð svo að annað eins hafði aldrei gerst í sögu mannkyns. Augu umheimsins voru á Íslandi, og einnig á fólkinu sem hraktist af heimilum sínum þegar niðdimmt öskufallið helltist yfir sveitina. Séra Halldór Gunnarsson í Holti segir svartnættið, drunurnar og eldingarnar enn í fersku minni. "Og ég man að við þurfum að fara að heiman því við vorum gjörsamlega búin," segir presturinn. Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri segir að eftirá finnist sér það hafa verið forréttindi að fá að upplifa þessa tíma og vera þátttakandi í þessu með náttúrunni á hverjum einasta degi sem hann hefði ekki viljað missa af. Fjölskyldan á Þorvaldseyri opnaði í dag gestastofu þar sem ferðamenn greiða 800 krónur fyrir að upplifa atburðinn. Ólafur segir að gríðarlega mikil eftirspurn sé eftir fróðleik um gosið. "Menn eru hér núna í vetur hangandi utan á dyrum og bankandi á glugga til að spyrja hvar Eyjafjallajökull er." Núna býðst þeim líka að kaupa minjagripi. Inga Júlía Ólafsdóttir, sem afgreiðir í gestastofunni, segir þarna séu meðal annars til sölu bollar og bolir með mynd af Eyjafjallajökli en líka ilmvötn svo menn geti fundið lyktina af jöklinum. Ólafur vonast til að fá 20 þúsund gesti í sumar. "Þetta vakti heimsathygli þetta gos og við Íslendingar þurfum bara að grípa tækifærið og reyna að nýta okkur það á meðan það er í minningu fólks um allan heim sem er að koma til Íslands," segir Ólafur. Enn ríkir óvissa um hvernig fer með búsetu á þremur bæjum, sem verst urðu úti. Mönnum er þó ljóst að þetta hefði getað farið miklu verr. Þannig þótti mildi að gígurinn skyldi opnast norðanmegin í jöklinum. Halldór í Holti segir að ekki hafi numið nema áttatíu metrum að flóðbylgjan kæmi yfir alla byggðina undir Eyjafjöllum og legði hana í eyði. Seljavellir eru einn þessara bæja en þar neyddust menn til að hafa kýrnar á Snæfellsnesi í vetur. Óvíst er um bithaga fyrir skepnunar í sumar og heyöflun fyrir næsta vetur. Hlíðarnar eru ennþá öskugráar en jafnvel þar undir leynist líf. Grétar Óskarsson bóndi á Seljavöllum segir að það virðist lygilega mikið grænka upp úr þessu, nema þar sem askan liggi þykkust á. Halldór í Holti segir að ekki verði hægt að reka fé á heiðar í vor. Þá megi búast við öskufjúki í þurrkum. "Askan heldur áfram hér yfir allt. Við erum ennþá að takast á við afleiðingarnar." Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Eitt ár er í dag liðið frá upphafi eldgossins í toppgíg Eyjafjallajökuls. Í byggðunum undir eldfjallinu takast Eyfellingar enn á við afleiðingarnar um leið og þeir búa sig nú undir flóðbylgju ferðamanna. Hamfarahlaupin sem urðu þegar eldurinn bræddi jökulfargið voru fyrstu merkin sem sáust á láglendi. Þegar skýjahulu létti af tindinum sáu menn betur hvílík ógnaröfl voru að verki, sem lömuðu flugumferð svo að annað eins hafði aldrei gerst í sögu mannkyns. Augu umheimsins voru á Íslandi, og einnig á fólkinu sem hraktist af heimilum sínum þegar niðdimmt öskufallið helltist yfir sveitina. Séra Halldór Gunnarsson í Holti segir svartnættið, drunurnar og eldingarnar enn í fersku minni. "Og ég man að við þurfum að fara að heiman því við vorum gjörsamlega búin," segir presturinn. Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri segir að eftirá finnist sér það hafa verið forréttindi að fá að upplifa þessa tíma og vera þátttakandi í þessu með náttúrunni á hverjum einasta degi sem hann hefði ekki viljað missa af. Fjölskyldan á Þorvaldseyri opnaði í dag gestastofu þar sem ferðamenn greiða 800 krónur fyrir að upplifa atburðinn. Ólafur segir að gríðarlega mikil eftirspurn sé eftir fróðleik um gosið. "Menn eru hér núna í vetur hangandi utan á dyrum og bankandi á glugga til að spyrja hvar Eyjafjallajökull er." Núna býðst þeim líka að kaupa minjagripi. Inga Júlía Ólafsdóttir, sem afgreiðir í gestastofunni, segir þarna séu meðal annars til sölu bollar og bolir með mynd af Eyjafjallajökli en líka ilmvötn svo menn geti fundið lyktina af jöklinum. Ólafur vonast til að fá 20 þúsund gesti í sumar. "Þetta vakti heimsathygli þetta gos og við Íslendingar þurfum bara að grípa tækifærið og reyna að nýta okkur það á meðan það er í minningu fólks um allan heim sem er að koma til Íslands," segir Ólafur. Enn ríkir óvissa um hvernig fer með búsetu á þremur bæjum, sem verst urðu úti. Mönnum er þó ljóst að þetta hefði getað farið miklu verr. Þannig þótti mildi að gígurinn skyldi opnast norðanmegin í jöklinum. Halldór í Holti segir að ekki hafi numið nema áttatíu metrum að flóðbylgjan kæmi yfir alla byggðina undir Eyjafjöllum og legði hana í eyði. Seljavellir eru einn þessara bæja en þar neyddust menn til að hafa kýrnar á Snæfellsnesi í vetur. Óvíst er um bithaga fyrir skepnunar í sumar og heyöflun fyrir næsta vetur. Hlíðarnar eru ennþá öskugráar en jafnvel þar undir leynist líf. Grétar Óskarsson bóndi á Seljavöllum segir að það virðist lygilega mikið grænka upp úr þessu, nema þar sem askan liggi þykkust á. Halldór í Holti segir að ekki verði hægt að reka fé á heiðar í vor. Þá megi búast við öskufjúki í þurrkum. "Askan heldur áfram hér yfir allt. Við erum ennþá að takast á við afleiðingarnar."
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira