Foreldrar harma ákvörðun um sameiningu skóla 15. apríl 2011 13:57 Mynd/Vilhelm Stjórn Foreldrafélags Hvassaleitisskóla harmar þá ákvörðun menntaráðs Reykjavíkurborgar að falla ekki frá sameiningu Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Í tilkynningu frá stjórninni er ítrekað sú krafa að tillaga um sameiningu skólanna verði dregin til baka og sjálfstæði Hvassaleitisskóla tryggt. Félagið segist reiðubúið til samstarfs við borgaryfirvöld og skólastjórnendur til að finna leiðir til fjárhagslegrar hagræðingar. Þá segir að það sé með ólíkindum að fallið sé frá því að sameina tvo leikskóla, Seljaborg og Seljakot, vegna ólíkrar hugmyndafræði og stefna en samtímis lagt til að sameina tvo grunnskóla með gjörólíkar kennslustefnur. „Í Hvassaleitisskóla er greinabundin kennsla en nemendur Álftamýrarskóla búa við samkennslu árganga,“ segir í tilkynningunni. „Í umfjöllun um Hvassaleitisskóla í umsögn menntaráðs um skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar í skóla-og frístundastarfi barna og unglinga í Reykjavík kemur fram að í umsögnum frá skólanum hafi komið fram sterk krafa foreldra um að vera þátttakendur í breytingarferlinu og mótun fyrirkomulags skólastarfs í skólanum og með því að fresta sameiningu til 1. janúar 2012 gefist tími til að undirbúa breytingarnar með þátttöku starfsfólks og foreldra. Stjórn foreldrafélagsins telur að umsögn sín hafi verið mistúlkuð. Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla óskaði eftir því í umsögn sinni að borgarstjórn færi hægt í sakirnar við að endurskipuleggja skólastarf í Hvassaleitisskóla og notaði næsta ár til að skoða þá möguleika sem í boði eru til að hagræða í fullri sátt við foreldra og hefur stjórn foreldrafélagsins ítrekað þá ósk á fundi með Oddnýju Sturludóttur og Ragnari Þorsteinssyni. Það er eindreginn vilji stjórnar foreldrafélagsins að eiga samtarf við borgaryfirvöld um framtíðarskipulag Hvassaleitisskóla en ekki gjörðan hlut.“ Þá er bent á að í breytingatillögum menntaráðs sem kynntar hafa verið sé fallið frá sameiningum skóla í Breiðholti og Vesturbæ og lagt til að skipaðir verði starfshópar sem skóla- og foreldrasamfélagið verði virkir þátttakendur í. „Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla fagnar áhuga borgaryfirvalda á að eiga náið samstarf við foreldra í Breiðholti og Vesturbæ um þróun skólastarfs en harmar að borgaryfirvöld hunsi ítrekaða beiðni foreldra barna í Hvassaleitisskóla um samráð. Til að jafnræðis sé gætt milli borgarhluta krefst stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla þess að tillaga um sameiningu Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla verði dregin til baka og foreldarar í þessum skólum fái að eiga svipað samstarf og samráð við borgaryfirvöld um þróun skólastarfs í hverfinu og í Breiðholti og Vesturbæ,“ segir að lokum. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Stjórn Foreldrafélags Hvassaleitisskóla harmar þá ákvörðun menntaráðs Reykjavíkurborgar að falla ekki frá sameiningu Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Í tilkynningu frá stjórninni er ítrekað sú krafa að tillaga um sameiningu skólanna verði dregin til baka og sjálfstæði Hvassaleitisskóla tryggt. Félagið segist reiðubúið til samstarfs við borgaryfirvöld og skólastjórnendur til að finna leiðir til fjárhagslegrar hagræðingar. Þá segir að það sé með ólíkindum að fallið sé frá því að sameina tvo leikskóla, Seljaborg og Seljakot, vegna ólíkrar hugmyndafræði og stefna en samtímis lagt til að sameina tvo grunnskóla með gjörólíkar kennslustefnur. „Í Hvassaleitisskóla er greinabundin kennsla en nemendur Álftamýrarskóla búa við samkennslu árganga,“ segir í tilkynningunni. „Í umfjöllun um Hvassaleitisskóla í umsögn menntaráðs um skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar í skóla-og frístundastarfi barna og unglinga í Reykjavík kemur fram að í umsögnum frá skólanum hafi komið fram sterk krafa foreldra um að vera þátttakendur í breytingarferlinu og mótun fyrirkomulags skólastarfs í skólanum og með því að fresta sameiningu til 1. janúar 2012 gefist tími til að undirbúa breytingarnar með þátttöku starfsfólks og foreldra. Stjórn foreldrafélagsins telur að umsögn sín hafi verið mistúlkuð. Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla óskaði eftir því í umsögn sinni að borgarstjórn færi hægt í sakirnar við að endurskipuleggja skólastarf í Hvassaleitisskóla og notaði næsta ár til að skoða þá möguleika sem í boði eru til að hagræða í fullri sátt við foreldra og hefur stjórn foreldrafélagsins ítrekað þá ósk á fundi með Oddnýju Sturludóttur og Ragnari Þorsteinssyni. Það er eindreginn vilji stjórnar foreldrafélagsins að eiga samtarf við borgaryfirvöld um framtíðarskipulag Hvassaleitisskóla en ekki gjörðan hlut.“ Þá er bent á að í breytingatillögum menntaráðs sem kynntar hafa verið sé fallið frá sameiningum skóla í Breiðholti og Vesturbæ og lagt til að skipaðir verði starfshópar sem skóla- og foreldrasamfélagið verði virkir þátttakendur í. „Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla fagnar áhuga borgaryfirvalda á að eiga náið samstarf við foreldra í Breiðholti og Vesturbæ um þróun skólastarfs en harmar að borgaryfirvöld hunsi ítrekaða beiðni foreldra barna í Hvassaleitisskóla um samráð. Til að jafnræðis sé gætt milli borgarhluta krefst stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla þess að tillaga um sameiningu Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla verði dregin til baka og foreldarar í þessum skólum fái að eiga svipað samstarf og samráð við borgaryfirvöld um þróun skólastarfs í hverfinu og í Breiðholti og Vesturbæ,“ segir að lokum.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira