Erlent

Ofsaakstur bílþjófs í Bretlandi

Breska lögreglan hefur gert opinbert mynband úr lögreglubíl sem sýnir ótrúlegan ofsaakstur ungs bíljófs. Á myndbandinu sést þegar hann rýkur af stað á rauðu ljósi til þess að sleppa undan lögreglunni og ekur svo á ofsahraða í mikilli umferð svo engu má muna að stórslys hljótist af. Að lokum lýkur eftirförinni þegar maðurinn ekur í gegnum hlið á lestarteinum, nokkrum sekúndum áður en lestin brunar hjá. Hann náðist þó skömmu síðar og hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×