Erlent

Nicolas Cage handtekinn vegna heimilisofbeldis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Cage er grunaður um að hafa beitt konuna sína ofbeldi. Mynd/ afp.
Cage er grunaður um að hafa beitt konuna sína ofbeldi. Mynd/ afp.
Hollywoodleikarinn Nicolas Cage var handtekinn í New Orleans í gærkvöldi eftir að hann hafði lent í rifrildi við konuna sína. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir lögreglunni í New Orleans.

Hann er grunaður um að hafa beitt konuna heimilisofbeldi, brot á allsherjarreglu og ölvun á almannafæri. Búist var við því að Cage myndi mæta fyrir rétt í kvöld vegna málsins.

Hjónin voru drukkin í gær. Þau rifust um það hvort hús sem þau stóðu andspænis væri í leigu þeirra eða ekki.

AP fréttastofan segir að Cage hafi verið látinn laus í kvöld gegn 11 þúsund dala tryggingargjaldi. Það eru um 1200 þúsund íslenskar krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×