Auðveldara að setja einstaklinga og fyrirtæki í gjaldþrot 17. apríl 2011 18:37 Lögmaður segir að Alþingi hafi gert innheimtuaðilum mun auðveldara en áður að setja einstaklinga og fyrirtæki í gjaldþrot með lagabreytingum á síðasta ári. Lögmaðurinn Tryggvi Agnarsson var verjandi fyrirtækis sem fékk kröfu um gjaldþrotaskipti hafnað nú fyrir helgi, líkt og fréttastofa greindi frá í gær. Hann segir að við breytingar á gjaldþrota- og aðfararlögum síðasta sumar hafi Alþingi gert innheimtuaðilum auðveldara og fljótlegra að gera menn gjaldþrota. Hann tiltekur einkum tvennar breytingar. Annarsvegar sé nú hægt að gera árangurslaust fjárnám án þess að gerðarþolinn mæti til sýslumanns, sem ekki var hægt áður. „Það byggðist auðvitað á því að það var nauðsynlegt að vita um þína eignastöðu, þú áttir að geta tjáð þig um hana þar," segir Tryggvi. „Svo breyta menn lögunum þannig að ef þú mætir ekki, þá er hægt að gera árangurslausa aðför hjá þér, og biðja um gjaldþrot á þínu búi á þeim grundvelli. Það var gert miklu þægilegra fyrir rukkarann, og fljótlegra, að setja þig á hausinn." Hins vegar sé nú hægt að krefjast gjaldþrotaskipta ef skuldari verður ekki við áskorun lánardrottins um að lýsa yfir getu sinni til að greiða lán sín. „Þá segir bara bankinn við þig; við erum hér með kröfu á þig sem hljóðar upp á einhverja upphæð. Nú hefurðu tvær vikur til að borga, og ef þú lýsir því ekki yfir að þú getir borgað eða borgar, þá getum við farið með þig í gjaldþrot," segir Tryggvi til útskýringar. Þetta sé fljótlegra en áður var, og bankarnir hafi nýtt sér þetta úrræði í stórum stíl. „Sannleikurinn er sá að það er búið að setja hundruð, ég skal ekki segja þúsundir, en allavega hundruð fyrirtækja og einstaklinga á hausinn með þessum heimildum - meira eða minna á grundvelli ólögmætra og vitlaust reiknaðra lána" Tryggvi gagnrýnir Alþingi harðlega vegna þessara breytinga. „Ég spyr nú bara; hvernig í ósköpunum getur þetta gerst?" segir Tryggvi að lokum. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Lögmaður segir að Alþingi hafi gert innheimtuaðilum mun auðveldara en áður að setja einstaklinga og fyrirtæki í gjaldþrot með lagabreytingum á síðasta ári. Lögmaðurinn Tryggvi Agnarsson var verjandi fyrirtækis sem fékk kröfu um gjaldþrotaskipti hafnað nú fyrir helgi, líkt og fréttastofa greindi frá í gær. Hann segir að við breytingar á gjaldþrota- og aðfararlögum síðasta sumar hafi Alþingi gert innheimtuaðilum auðveldara og fljótlegra að gera menn gjaldþrota. Hann tiltekur einkum tvennar breytingar. Annarsvegar sé nú hægt að gera árangurslaust fjárnám án þess að gerðarþolinn mæti til sýslumanns, sem ekki var hægt áður. „Það byggðist auðvitað á því að það var nauðsynlegt að vita um þína eignastöðu, þú áttir að geta tjáð þig um hana þar," segir Tryggvi. „Svo breyta menn lögunum þannig að ef þú mætir ekki, þá er hægt að gera árangurslausa aðför hjá þér, og biðja um gjaldþrot á þínu búi á þeim grundvelli. Það var gert miklu þægilegra fyrir rukkarann, og fljótlegra, að setja þig á hausinn." Hins vegar sé nú hægt að krefjast gjaldþrotaskipta ef skuldari verður ekki við áskorun lánardrottins um að lýsa yfir getu sinni til að greiða lán sín. „Þá segir bara bankinn við þig; við erum hér með kröfu á þig sem hljóðar upp á einhverja upphæð. Nú hefurðu tvær vikur til að borga, og ef þú lýsir því ekki yfir að þú getir borgað eða borgar, þá getum við farið með þig í gjaldþrot," segir Tryggvi til útskýringar. Þetta sé fljótlegra en áður var, og bankarnir hafi nýtt sér þetta úrræði í stórum stíl. „Sannleikurinn er sá að það er búið að setja hundruð, ég skal ekki segja þúsundir, en allavega hundruð fyrirtækja og einstaklinga á hausinn með þessum heimildum - meira eða minna á grundvelli ólögmætra og vitlaust reiknaðra lána" Tryggvi gagnrýnir Alþingi harðlega vegna þessara breytinga. „Ég spyr nú bara; hvernig í ósköpunum getur þetta gerst?" segir Tryggvi að lokum.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira