Enski boltinn

Starfsmaður United skemmdi búningsklefann eftir tapið á móti City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand var ekki sáttur með City-menn í leikslok.
Rio Ferdinand var ekki sáttur með City-menn í leikslok. Mynd/AP
Manchester United hefur boðist til að borga fyrir skemmdir sem urðu á búningsklefa liðsins á Wembley eftir tapið á móti Manchester City í undanúrslitaleik enska bikarsins á laugardaginn.

Starfsmaður United sparkaði þá gat á vegg í búningsklefa United en það kostar þó ekki nema 30 pund eða rúmlega 5500 íslenskar krónur að gera við skemmdirnar á veggnum.

United-menn létu enska sambandið strax vita, báðust afsökunar og buðust til að borga reikninginn.

United gaf ekki upp hver hefði sparkað í vegginn en enskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að það hafi verið líkamsræktarþjálfarinn Tony Strudwick.

Það var nokkur æsingur í United-mönnum í leikslok þar sem Rio Ferdinand og fleiri lentu í rifildi við Mario Balotelli, leikmann Manchester City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×