Betur reknir skólar og öflugra starf er markmiðið 19. apríl 2011 14:41 Jón Gnarr borgarstjóri segir að markmiðið með sameiningaráformum í skólum og leiksskólum borgarinnar sé að ná fram betur reknum skólum og öflugra skólastarfi. Sameiningaráformin verða að öllum líkindum samþykkt í borgarstjórn síðar í dag en borgarráð samþykkti tillöguna í gær. Jón Gnarr bendir á að ekki sé verið að loka húsnæði og að ekki sé um að ræða breytingar á öllu skólastarfi í Reykjavík. Fyrst og fremst sé um að ræða hagræðingu og sparnað í yfirstjórn. Með breytingunum segir Jón unnt að spara um 300 milljónir króna á næsta ári og rúman milljarð á næstu þremur og hálfa ári. Borgarstjóri segist hafa heyrt það frá flestum íbúum borgarinnar sem hann hafi rætt málið við að skilningur sé á því að það þurfi að spara. Fólki hafi hinsvegar fundist málið unnið með of miklum hraða og kvörtuðu margir yfir skorti á samráði. Jón Gnarr segist hinsvegar viss um að með þeim breytingum sem gerðar hafi verið á upprunalegu tillögunum hafi verið komið til móts við athugasemdir sem bárust. Þá fór borgarstjóri yfir hina tillöguna sem til umræðu er í borgarstjórn í dag en það að hefja undirbúning að sameiningu leikskólasviðs og menntasviðs auk þess sem verkefni sem nú eru á skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði verði færð á þetta sameiginlega svið. Jón segir að börn og ungmenni eigi að vera í fyrirrúmi í allri þjónustu og stefnt skuli að því að skipulagning skólastarfsins verði heildstæðari og henti börnum og foreldrum sem best. Rekstrarlegur ávinningur skóla og frístundaheimila sé einnig óumdeilanlegur. Þá eigi ekki að skipta máli undir hvaða svið menn heyri, heldur þurfi borgarbúar að taka höndum saman og búa til það besta úr sameinuðum sviðum. Að lokum þakkaði borgarstjóri sviðstjórum fyrir gott starf í gott starf í þágu borgarinnar í gegnum árin og starfsfólki og íbúum Reykjavíkur óskaði hann gleðilegra páska. Tengdar fréttir Vilja hætta við allar sameiningar Stjórnendur þeirra leikskóla sem sameina á í Reykjavík krefjast þess að fallið verði frá hugmyndum um sameiningu, þar sem innan veggja skólanna ríki gjörólík hugmyndafræði. Ekkert réttlæti sé falið í því að börn í 25 af 76 leikskólum borgarinnar taki á sig afleiðingar af niðurskurði leikskólasviðs. 19. apríl 2011 04:00 Svona verður sameiningin í skólakerfinu Borgarráð samþykkti í gær að hefja undirbúning að sameiningu leikskólasviðs og menntasviðs. Ennfremur var samþykkt að færa verkefni sem nú eru á skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði á þetta sameiginlega svið. Þá samþykkti borgarráð jafnframt umfangsmiklar tillögur um samreksturs og/eða sameiningar leikskóla, gunnskóla og frístundaheimila í Reykjavíkurborg. Málinu var vísað til borgarstjórnar sem tekur endanlega ákvörðun um það á fundi í dag. 19. apríl 2011 09:15 Segja stjórnsýslulegt stórslys í vændum Á fundi borgarstjórnar í dag verður fjallað um og afgreiddar tillögur um sameiningar á leik- og grunnskólum, og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. "Ef fyrirliggjandi tillögur meirihluta borgarstjórnar verða samþykktar er um stjórnsýslulegt stórslys að ræða þar sem tillögurnar fara gegn fjölmörgum umsögnum og álitsgerðum fagaðila á borð við umboðsmann barna, menntavísndasvið Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytið,“ segir í tilkynningu frá regnhlífarsamtökunum Börn.is. Fulltrúar samtakanna verða á pöllunum í ráðhúsinu þegar fundurinn hefst, klukkan 14.00. Þeir skora á alla foreldra, skólastjórnendur og kennara til að mæta "... og hvetja þannig meirihlutann til að sýna það hugrekki að bakka með þessar vondu tillögur,“ segir í tilkynningunni. 19. apríl 2011 08:24 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri segir að markmiðið með sameiningaráformum í skólum og leiksskólum borgarinnar sé að ná fram betur reknum skólum og öflugra skólastarfi. Sameiningaráformin verða að öllum líkindum samþykkt í borgarstjórn síðar í dag en borgarráð samþykkti tillöguna í gær. Jón Gnarr bendir á að ekki sé verið að loka húsnæði og að ekki sé um að ræða breytingar á öllu skólastarfi í Reykjavík. Fyrst og fremst sé um að ræða hagræðingu og sparnað í yfirstjórn. Með breytingunum segir Jón unnt að spara um 300 milljónir króna á næsta ári og rúman milljarð á næstu þremur og hálfa ári. Borgarstjóri segist hafa heyrt það frá flestum íbúum borgarinnar sem hann hafi rætt málið við að skilningur sé á því að það þurfi að spara. Fólki hafi hinsvegar fundist málið unnið með of miklum hraða og kvörtuðu margir yfir skorti á samráði. Jón Gnarr segist hinsvegar viss um að með þeim breytingum sem gerðar hafi verið á upprunalegu tillögunum hafi verið komið til móts við athugasemdir sem bárust. Þá fór borgarstjóri yfir hina tillöguna sem til umræðu er í borgarstjórn í dag en það að hefja undirbúning að sameiningu leikskólasviðs og menntasviðs auk þess sem verkefni sem nú eru á skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði verði færð á þetta sameiginlega svið. Jón segir að börn og ungmenni eigi að vera í fyrirrúmi í allri þjónustu og stefnt skuli að því að skipulagning skólastarfsins verði heildstæðari og henti börnum og foreldrum sem best. Rekstrarlegur ávinningur skóla og frístundaheimila sé einnig óumdeilanlegur. Þá eigi ekki að skipta máli undir hvaða svið menn heyri, heldur þurfi borgarbúar að taka höndum saman og búa til það besta úr sameinuðum sviðum. Að lokum þakkaði borgarstjóri sviðstjórum fyrir gott starf í gott starf í þágu borgarinnar í gegnum árin og starfsfólki og íbúum Reykjavíkur óskaði hann gleðilegra páska.
Tengdar fréttir Vilja hætta við allar sameiningar Stjórnendur þeirra leikskóla sem sameina á í Reykjavík krefjast þess að fallið verði frá hugmyndum um sameiningu, þar sem innan veggja skólanna ríki gjörólík hugmyndafræði. Ekkert réttlæti sé falið í því að börn í 25 af 76 leikskólum borgarinnar taki á sig afleiðingar af niðurskurði leikskólasviðs. 19. apríl 2011 04:00 Svona verður sameiningin í skólakerfinu Borgarráð samþykkti í gær að hefja undirbúning að sameiningu leikskólasviðs og menntasviðs. Ennfremur var samþykkt að færa verkefni sem nú eru á skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði á þetta sameiginlega svið. Þá samþykkti borgarráð jafnframt umfangsmiklar tillögur um samreksturs og/eða sameiningar leikskóla, gunnskóla og frístundaheimila í Reykjavíkurborg. Málinu var vísað til borgarstjórnar sem tekur endanlega ákvörðun um það á fundi í dag. 19. apríl 2011 09:15 Segja stjórnsýslulegt stórslys í vændum Á fundi borgarstjórnar í dag verður fjallað um og afgreiddar tillögur um sameiningar á leik- og grunnskólum, og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. "Ef fyrirliggjandi tillögur meirihluta borgarstjórnar verða samþykktar er um stjórnsýslulegt stórslys að ræða þar sem tillögurnar fara gegn fjölmörgum umsögnum og álitsgerðum fagaðila á borð við umboðsmann barna, menntavísndasvið Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytið,“ segir í tilkynningu frá regnhlífarsamtökunum Börn.is. Fulltrúar samtakanna verða á pöllunum í ráðhúsinu þegar fundurinn hefst, klukkan 14.00. Þeir skora á alla foreldra, skólastjórnendur og kennara til að mæta "... og hvetja þannig meirihlutann til að sýna það hugrekki að bakka með þessar vondu tillögur,“ segir í tilkynningunni. 19. apríl 2011 08:24 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Vilja hætta við allar sameiningar Stjórnendur þeirra leikskóla sem sameina á í Reykjavík krefjast þess að fallið verði frá hugmyndum um sameiningu, þar sem innan veggja skólanna ríki gjörólík hugmyndafræði. Ekkert réttlæti sé falið í því að börn í 25 af 76 leikskólum borgarinnar taki á sig afleiðingar af niðurskurði leikskólasviðs. 19. apríl 2011 04:00
Svona verður sameiningin í skólakerfinu Borgarráð samþykkti í gær að hefja undirbúning að sameiningu leikskólasviðs og menntasviðs. Ennfremur var samþykkt að færa verkefni sem nú eru á skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði á þetta sameiginlega svið. Þá samþykkti borgarráð jafnframt umfangsmiklar tillögur um samreksturs og/eða sameiningar leikskóla, gunnskóla og frístundaheimila í Reykjavíkurborg. Málinu var vísað til borgarstjórnar sem tekur endanlega ákvörðun um það á fundi í dag. 19. apríl 2011 09:15
Segja stjórnsýslulegt stórslys í vændum Á fundi borgarstjórnar í dag verður fjallað um og afgreiddar tillögur um sameiningar á leik- og grunnskólum, og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. "Ef fyrirliggjandi tillögur meirihluta borgarstjórnar verða samþykktar er um stjórnsýslulegt stórslys að ræða þar sem tillögurnar fara gegn fjölmörgum umsögnum og álitsgerðum fagaðila á borð við umboðsmann barna, menntavísndasvið Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytið,“ segir í tilkynningu frá regnhlífarsamtökunum Börn.is. Fulltrúar samtakanna verða á pöllunum í ráðhúsinu þegar fundurinn hefst, klukkan 14.00. Þeir skora á alla foreldra, skólastjórnendur og kennara til að mæta "... og hvetja þannig meirihlutann til að sýna það hugrekki að bakka með þessar vondu tillögur,“ segir í tilkynningunni. 19. apríl 2011 08:24