Enski boltinn

United fær brasilískan táning að láni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri United.
Alex Ferguson, stjóri United. Nordic Photos / Getty Images
Táningurinn Rafael Leao hefur verið lánaður til Manchester United til loka tímabilsins. Hann er sautján ára gamall og kemur frá Desportivo Brasil í Brasilíu.

Leao er varnarsinnaður miðvallarleikmaður og mun spila og æfa með unglinaliði félagsins í vor. Í lok samningstímans verður ákveðið hvort félagið bjóði honum langtímasamning.

United er einnig sagt hafa augastað á fjórum öðrum efnilegum leikmönnum í Desportivo en United gerði venslasamning við félagið árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×