Enski boltinn

Rio Ferdinand er aftur byrjaður að æfa með Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand og Wayne Rooney.
Rio Ferdinand og Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Rio Ferdinand hefur gefið Manchester United von um að hann spili eitthvað meira með liðinu á þessu tímabili en Rio er nú byrjaður að æfa aftur með félögum sínum í United. Það eru líkur á því að Rio verði með á móti Fulham seinna í þessum mánuði.

Rio Ferdinand meiddist á kálfa í upphitun fyrir leik á móti Wolves í febrúar en United tapaði þá sínum fyrsta leik á tímabilinu. Hann hefur ekkert verið með síðan þá.

Ferdinand verður ekki með á móti West Ham um helgina eða í fyrri leiknum á móti Chelsea í Meistaradeildinni í næstu viku en gæti hinsvegar spilað á móti Fulham á Old Trafford 9. apríl næstkomandi.

„Rio er byrjaður að æfa," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United á blaðamannafundi í dag. „Hann er samt bara búinn að æfa með okkur í tvö daga," sagði Ferguson.

„Ég er ekki búinn að ákveða það hvort hann verði með í dag eða hvort við gefum honum frí þangað til á miðvikudaginn. Það eru miklar kíkur á því að hann verði með á móti Fulham," sagði Ferguson.

Rio Ferdinand hefur spilað 15 deildarleiki með Manchester United á tímabilinu eða tveimur fleiri en á síðasta tímabili. United hefur ekki tapað í þessum 15 leikjum, er búið að ná í 33 af 45 stigum í boði og er með markatöluna 28-10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×