Enski boltinn

Roy Hodgson: Ég og Kenny höfum aldrei verið miklir vinir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Hodgson.
Roy Hodgson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roy Hodgson, núverandi stjóri West Bromwich Albion og fyrrum stjóri Liverpool, hefur tjáð sig aðeins um samskipti sín og Kenny Dalglish í aðdraganda leiks West Brom og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Dalglish mætir þá með Liverpool-liðið á The Hawthorns en Liverpool hefur sýnt allt annan og betri leik eftir að Dalglish tók við stöðu Roy Hodgson í janúar. Hodgson sagði það hafa ekki hjálpað sér mikið að Dalglish opinberlega gefið það út að hann vildi komast í stjórastólinn á Anfield.

„Ég og Kenny höfum aldrei verið miklir vinir. Ég þekki hann heldur ekki vel en hef jafnframt enga úlfúð gagnvart honum," sagði Roy Hodgson á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Ég er bara ánægður með að sjá hann í þessu starfi og ég er svo mjög ánægður í því starfi sem ég er í. Ég ætla ekki að láta teyma mig út í það að segja eitthvað um starfsmenn félagsins hvað þá sjálfan stjórann," sagði Hodgson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×