Enski boltinn

Ferguson: Meistaraleg frammistaða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði meistarabrag á sínum mönnum en United vann í dag 4-2 sigur á West Ham eftir að hafa lent 2-0 undir.

Mark Noble skoraði tvívegis fyrir west Ham í fyrri hálfleik en bæði mörkin komu eftir vítaspyrnur.

Wayne Rooney skoraði svo þrennu á aðeins fimmtán mínútum í seinni hálfleik og Javier Hernandez bætti því fjórða við stuttu síðar.

„Við spiluðum eins og meistarar í dag. Við misstum aldrei hausinn né heldur trúna á okkar eigin getur,“ sagði Ferguson.

„Það er aldrei auðvelt að koma hingað og spila á þessum velli. West Ham er í fallbaráttu en við þurftum að klára okkar.“

„Við áttum seinni hálfleikinn frá upphafi til enda og sýndum svo sannarlega meistaralega frammistöðu.“

Ferguson er nú að taka út fimm leikja bann sem hann fékk fyrir að gagnrýna störf dómarans og vildi meina að seinni vítaspyrnudómurinn hafi verið rangur - brot Nemanja Vidic á Carlton Cole hafi verið fyrir utan vítateiginn.

Hann viðurkenndi þó að Vidic var heppinn að sleppa við rautt þegar hann braut á Demba Ba sem var sloppinn inn fyrir vörn United.

„Það hefði verið hægt að reka hann af velli fyrir þessa aukaspyrnu og var ef til vill nokkuð heppinn. Það hefði verið nokkuð harður dómur en vissulega hefði hann getað fokið út af.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×