Enski boltinn

Higginbotham frá í hálft ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Higginbotham verður frá fram á næsta tímabil.
Higginbotham verður frá fram á næsta tímabil.
Stoke City varð fyrir miklu áfalli í dag er í ljós kom að varnarmaðurinn mun ekki geta spilað næstu sex mánuðina eftir að hafa skaddað liðbönd í hné.

Higginbotham meiddist í leiknum gegn Chelsea um síðustu helgi og það verður því ekkert af því að hann spili með Stoke í undanúrslitum bikarsins gegn Bolton.

"Ég finn gríðarlega til með stráknum. Þetta er líka mikið áfall fyrir liðið því Danny er okkur mjög mikilvægur. Hann sinnir sínu starfi vel og það er ekki að ástæðulausu að stuðningsmennirnir kunna að meta hann," sagði Tony Pulis, stjóri Stoke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×