Enski boltinn

Drogba klár í slagsmál við stuðningsmann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Didier Drogba, framherji Chelsea, er afar skapheitur maður eins og hann hefur margoft sannað. Hann fór þó næstum því yfir strikið um síðustu helgi.

Þá gerði Chelsea jafntefli gegn Stoke á Britannia. Einhverjir svekktir stuðningsmenn Chelsea helltu sér yfir leikmenn liðsins eftir leik.

Eitthvað sem kom úr stúkunni fór afar illa í Drogba því hann hætti við að ganga til búningsherbergja, gekk að stúkunni og bauð viðkomandi að koma niður og ræða við sig í einrúmi. Eflaust átti að láta hnefana um talið miðað við látbragð Drogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×