Pabbinn dæmdur fyrir árás á móður drengsins Karen D. Kjartansdóttir skrifar 5. apríl 2011 18:56 Mynd/Stefán Karlsson Móðir sjö ára drengs, sem talið er að hafi verið gróflega misnotaður af föður sínum og frænda, hefur þurft að flýja heimili sitt með drenginn vegna hótana frá mönnunum tveimur. Faðirinn hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi sem hann beitti móður drengsins og föður hennar. Faðir drengsins er um fimmtugt og á að baki langan sakaferil. Samkvæmt sakavottorði hefur hann hlotið samtals níu dóma meðal annars fyrir þjófnaði, líkamsárásir, fjársvik, hilmingu og fíkniefnalagabrot. Fyrir um fjórum árum var hann svo sakfelldur fyrir að hafa misþyrmt móður drengsins og föður hennar auk þess sem hann skemmdi bíl þeirra. Með þessum brotum rauf hann einnig skilorð. Frændi drengsins sem er á fertugsaldri er einnig grunaður um að hafa beitt drenginn kynferðislegu ofbeldi en ekki er vitað til þess að hann hafi áður komið við sögu lögreglu. Misnotkunin mun hafa staðið yfir í einhvern tíma og munu brotin hafa verið gróf. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa móðir drengsins og stjúpi þurft að flýja heimili sitt með drenginn og börn sem þau eiga saman vegna grófra hótana frá mönnunum tveimur. Mennirnir voru handteknir eftir ábendingu frá barnaverndaryfirvöldum í Kópavogi og hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald þar til á morgun. Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verður fram á frekara gæsluvarðhald yfir mönnunum. Að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var húsleit gerð hjá mönnunum 31. mars og hald lagt á tölvubúnað mannanna. Verið er að fara yfir gögnin í tölvunum núna er grunur leikur á að mennirnir hafi myndað kynferðislegt ofbeldi sem þeir beittu drenginn. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um málið og kemur þar fram að á heimilum mannanna fundust fíkniefni, bæði maríjúana og hvítt efni sem talið er vera kókaín. Tengdar fréttir Þurftu að flýja með litla drenginn vegna hótana Móðir drengs á áttunda ári, sem talið er að hafi verið gróflega misnotaður af föður sínum og frænda, hefur þurft að flýja heimili sitt með drenginn vegna hótana frá mönnunum tveimur. 5. apríl 2011 12:03 Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir grunuðum níðingum tekin á morgun Ákvörðun um að óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa beitt átta ára gamlan son annars þeirra grófu kynferðislegu ofbeldi verður tekin á morgun. 5. apríl 2011 15:48 Taldir hafa misnotað lítinn dreng gróflega Tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um kynferðislega misnotkun á ungum dreng. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 5. apríl 2011 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Móðir sjö ára drengs, sem talið er að hafi verið gróflega misnotaður af föður sínum og frænda, hefur þurft að flýja heimili sitt með drenginn vegna hótana frá mönnunum tveimur. Faðirinn hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi sem hann beitti móður drengsins og föður hennar. Faðir drengsins er um fimmtugt og á að baki langan sakaferil. Samkvæmt sakavottorði hefur hann hlotið samtals níu dóma meðal annars fyrir þjófnaði, líkamsárásir, fjársvik, hilmingu og fíkniefnalagabrot. Fyrir um fjórum árum var hann svo sakfelldur fyrir að hafa misþyrmt móður drengsins og föður hennar auk þess sem hann skemmdi bíl þeirra. Með þessum brotum rauf hann einnig skilorð. Frændi drengsins sem er á fertugsaldri er einnig grunaður um að hafa beitt drenginn kynferðislegu ofbeldi en ekki er vitað til þess að hann hafi áður komið við sögu lögreglu. Misnotkunin mun hafa staðið yfir í einhvern tíma og munu brotin hafa verið gróf. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa móðir drengsins og stjúpi þurft að flýja heimili sitt með drenginn og börn sem þau eiga saman vegna grófra hótana frá mönnunum tveimur. Mennirnir voru handteknir eftir ábendingu frá barnaverndaryfirvöldum í Kópavogi og hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald þar til á morgun. Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verður fram á frekara gæsluvarðhald yfir mönnunum. Að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var húsleit gerð hjá mönnunum 31. mars og hald lagt á tölvubúnað mannanna. Verið er að fara yfir gögnin í tölvunum núna er grunur leikur á að mennirnir hafi myndað kynferðislegt ofbeldi sem þeir beittu drenginn. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um málið og kemur þar fram að á heimilum mannanna fundust fíkniefni, bæði maríjúana og hvítt efni sem talið er vera kókaín.
Tengdar fréttir Þurftu að flýja með litla drenginn vegna hótana Móðir drengs á áttunda ári, sem talið er að hafi verið gróflega misnotaður af föður sínum og frænda, hefur þurft að flýja heimili sitt með drenginn vegna hótana frá mönnunum tveimur. 5. apríl 2011 12:03 Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir grunuðum níðingum tekin á morgun Ákvörðun um að óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa beitt átta ára gamlan son annars þeirra grófu kynferðislegu ofbeldi verður tekin á morgun. 5. apríl 2011 15:48 Taldir hafa misnotað lítinn dreng gróflega Tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um kynferðislega misnotkun á ungum dreng. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 5. apríl 2011 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Þurftu að flýja með litla drenginn vegna hótana Móðir drengs á áttunda ári, sem talið er að hafi verið gróflega misnotaður af föður sínum og frænda, hefur þurft að flýja heimili sitt með drenginn vegna hótana frá mönnunum tveimur. 5. apríl 2011 12:03
Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir grunuðum níðingum tekin á morgun Ákvörðun um að óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa beitt átta ára gamlan son annars þeirra grófu kynferðislegu ofbeldi verður tekin á morgun. 5. apríl 2011 15:48
Taldir hafa misnotað lítinn dreng gróflega Tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um kynferðislega misnotkun á ungum dreng. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 5. apríl 2011 07:00