Enski boltinn

Lampard dekrar við barnsmóður sína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lampard gerir ýmislegt til þess að halda barnsmóður sinni góðri.
Lampard gerir ýmislegt til þess að halda barnsmóður sinni góðri.
Fyrrum unnusta og barnsmóðir Frank Lampard, Elen Rivas, er afar ákveðin og kröfuhörð kona eins og Lampard hefur fengið að kynnast eftir að hann skildi við hana.

Lampard hefur gefið Rivas ýmislegt sem honum ber ekki skylda til þar sem hann vill ekki að það sé illt blóð á milli foreldra barna hans.

Hann keypti handa henni draumabílinn í fyrra en hún gafst fljótt upp á honum og bað um annan. Aftur varð Lampard við ósk hennar og keypti rétta litann og allan pakkann.

Rivas reiddist þó er hún sá bílinn þar sem hann var beinskiptur. Nú er hún brjáluð yfir því að ekki sé réttur litur á dekkjunum.

"Frank hefur þurft að snúast stanslaust í kringum hana og hún er aldrei þakklát. Þetta er algjör farsi," sagði vinur Lampards við The Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×