Mér leið hræðilega og ég hafði ekkert að borða 7. apríl 2011 10:40 Barnaheill - Save the Children segja að ef ekki komi til stórfelld mannúðaraðstoð, geti sjúkdómar dregið til dauða berskjölduð og vannærð börn. Jafnvel áður en átökin hófust, lést eitt af hverjum tíu börnum á Fílabeinsströndinni fyrir fimm ára afmælið sitt Mynd: Barnaheill „Ég kom með ömmu minni í síðustu viku þegar bardagamennirnir komu. Þeir sögðu konum og börnum að fara til kaþólsku trúboðsstöðvarinnar. Við höldum að þeir hafi haldið karlmönnunum eftir til að drepa þá. Mér leið hræðilega og ég hafði ekkert að borða. Ég varð að sofa úti. Ég hef engin föt, bara einar buxur. Þar sem Barnaheill - Save the Children gáfu okkur hrísgrjón í vikunni, hef ég eitthvað að borða núna," segir 14 ára drengur í bænum Duekoué á Fílabeinsströndinni. Hættuástand breiðist nú út á Fílabeinsströndinni og staða barna versnar með degi hverjum. Stórfelldur flótti almennings gerir það að verkum að tugir þúsunda svelta og smithætta eykst. Barnaheill - Save the Children segja að ef ekki komi til stórfelld mannúðaraðstoð, geti sjúkdómar lagt af velli berskjölduð og vannærð börn. Í bænum Duekoué í vestri, þar sem meint fjöldamorð á hundruðum manna á að hafa átt sér stað, hafa að minnsta kosti 27 þúsund manns þurft að flýja, margir af þeim börn. Þau, og fjölskyldur þeirra, hafa leitað skjóls í og í kringum opinberar byggingar, eins og kirkjur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barnaheill. Hvarvetna í landinu er brýn þörf fyrir mannúðaraðstoð. Í verslunarborginni Abidjan, hafa hatrömm átökin leitt til skorts á vatni, matvælum og lyfjum. Mörgum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum hefur verið lokað, eða hafa einangrast vegna átakanna, þar sem lyfjabirgðir eru litlar. Þegar áður en síðustu átök hófust í Abidjan, höfðu fjölskyldur ekki þau lyf sem þær þurftu eða aðgang að læknum til að hjálpa veikum börnum sínum. Móðir ein, sem flúði frá Abobo í Abidjan, sagði starfsfólki Barnaheilla - Save the Children að lyktin af líkum ylli henni enn, mörgum vikum eftir flóttann, höfuðverk en hún hefði engin lyf til að bæta úr því. Dóttir hennar var með hita og móðirin óttaðist að um malaríu væri að ræða en gat ekki fullvissað sig um það þar sem þær komust ekki á heilsugæslustöð. Í Bouaké í norðri, hefur flóð flóttamanna frá átökunum í Abidjan, leitt til þess að allt upp í 80 manns hafa þurft að deila einu húsi. Barnaheill - Save the Children segja að ef ekki komi til stórfelld mannúðaraðstoð, geti sjúkdómar dregið til dauða berskjölduð og vannærð börn. Jafnvel áður en átökin hófust, lést eitt af hverjum tíu börnum á Fílabeinsströndinni fyrir fimm ára afmælið sitt, flest úr sjúkdómum sem auðveldlega má koma í veg fyrir, svo sem niðurgangi og malaríu. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
„Ég kom með ömmu minni í síðustu viku þegar bardagamennirnir komu. Þeir sögðu konum og börnum að fara til kaþólsku trúboðsstöðvarinnar. Við höldum að þeir hafi haldið karlmönnunum eftir til að drepa þá. Mér leið hræðilega og ég hafði ekkert að borða. Ég varð að sofa úti. Ég hef engin föt, bara einar buxur. Þar sem Barnaheill - Save the Children gáfu okkur hrísgrjón í vikunni, hef ég eitthvað að borða núna," segir 14 ára drengur í bænum Duekoué á Fílabeinsströndinni. Hættuástand breiðist nú út á Fílabeinsströndinni og staða barna versnar með degi hverjum. Stórfelldur flótti almennings gerir það að verkum að tugir þúsunda svelta og smithætta eykst. Barnaheill - Save the Children segja að ef ekki komi til stórfelld mannúðaraðstoð, geti sjúkdómar lagt af velli berskjölduð og vannærð börn. Í bænum Duekoué í vestri, þar sem meint fjöldamorð á hundruðum manna á að hafa átt sér stað, hafa að minnsta kosti 27 þúsund manns þurft að flýja, margir af þeim börn. Þau, og fjölskyldur þeirra, hafa leitað skjóls í og í kringum opinberar byggingar, eins og kirkjur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barnaheill. Hvarvetna í landinu er brýn þörf fyrir mannúðaraðstoð. Í verslunarborginni Abidjan, hafa hatrömm átökin leitt til skorts á vatni, matvælum og lyfjum. Mörgum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum hefur verið lokað, eða hafa einangrast vegna átakanna, þar sem lyfjabirgðir eru litlar. Þegar áður en síðustu átök hófust í Abidjan, höfðu fjölskyldur ekki þau lyf sem þær þurftu eða aðgang að læknum til að hjálpa veikum börnum sínum. Móðir ein, sem flúði frá Abobo í Abidjan, sagði starfsfólki Barnaheilla - Save the Children að lyktin af líkum ylli henni enn, mörgum vikum eftir flóttann, höfuðverk en hún hefði engin lyf til að bæta úr því. Dóttir hennar var með hita og móðirin óttaðist að um malaríu væri að ræða en gat ekki fullvissað sig um það þar sem þær komust ekki á heilsugæslustöð. Í Bouaké í norðri, hefur flóð flóttamanna frá átökunum í Abidjan, leitt til þess að allt upp í 80 manns hafa þurft að deila einu húsi. Barnaheill - Save the Children segja að ef ekki komi til stórfelld mannúðaraðstoð, geti sjúkdómar dregið til dauða berskjölduð og vannærð börn. Jafnvel áður en átökin hófust, lést eitt af hverjum tíu börnum á Fílabeinsströndinni fyrir fimm ára afmælið sitt, flest úr sjúkdómum sem auðveldlega má koma í veg fyrir, svo sem niðurgangi og malaríu.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira